Skírnir - 01.01.1923, Síða 89
Skírnir]
Halldór Kr. Friðriksson.
79-
Bryee var um áttrætt, þegar jeg sá hann, og dó nokkrum
árum síðar. En hann gekk fjörlega á móti mjer og sagði
meðal annars þessi orð, sem jeg veit að Dr. Jóni Stefáns-
syni mundi hafa verið ljúft að staðfesta, ef jeg hefði náð
til hans, því hann stóð við hliðina á mjer og heyrði þau:
»Jeg hef átt marga góða kennara, en engan betri en
föður yðar. Eftir þessi mörgu ár man jeg eftir honum
eins og jeg hefði sjeð hann í gær, og mjer gleymist ekkif
hvað kensla hans var fjörug og aðlaðandi«.
Jeg læt hjer staðar numið, þó að fjölda mörgum læri-
sveinum föður míns mundi ljúft að bæta hjer einhverju
við.
FjárTcláðinn.
Það virðist vera lögmál í veraldarsögunni, að einmitt
þeir menn, sem berjast fyrir rjettri hugsum, verða harð-
ast úti og því meir, því ósjerplægnari sem þeir eru. En
þegar þeir eru dauðir og allar æsingar dottnar niður, þá er þó
oftast reynt að bæta úr órjettlætinu, sem þeir urðu fyrir
í lifanda lífi með því að heiðra minningu þeirra og skýra
rjett frá þeirri baráttu, sem þeir háðu fyrir rjettum máls-
stað, hagsmunum og heiðri þjóðar sinnar.
I sögu þjóðar vorrar á síðustu tímum raá óhætt segja,
að fáir menn hafi lagt meira á sig í nokkru raáli, til að
vinna þjóð sinni gagn, en faðir minn i kláðamálinu. Jón
Sigurðsson stóð reyndar á bak við hann, en Jón sjálfur
kemst svo að orði í brjefi til föður míns:...........»þjer
er nú að vísu meiri vorkunn, því þú ert við eldinn og
þar kannast jeg við, að manni getur fremur orðið órótt«.
Já það er óhætt að fullyrða að faðir minn var »við
eldinn« og að á honum dundu óspart skammirnar, níðið
°g uppnefnin. Það mun satt vera, er Dr. Þorvaldur segir
í minningabókinni, að gáskafullir skólasveinar sungu um
hann niðvisur og jörmuðu á göngum skólans, en doktor-
inn gleymir að bæta því við, að faðir minn ljet þetta sem
vind um eyrun þjóta og nefndi það aldrei við pilta. Hann
setlaðist til að þeir sjálfir seinna meir, þegar þeir væru*