Skírnir - 01.01.1923, Page 90
80
Halldór Kr. Friðriksson.
[Skírnir
komnir til vits og ára, mundu fyrirverða sig fyrir þetta
athæfi, og honum mundi síst hafa komið til hugar að einn
þeirra tiu árurn eftir andlát hans og hálfri öld eftir að all-
ir höfðu viðurkent, að hann hefði barist hinni góðu
baráttu gegn niðurskurðarmönnum, mundi svo fávis, að
nota uppnefnið »kláðakóngur« um hann.
Þegar árið 1878 segir Jón Sigurðsson í brjefi til föður
míns: »Jeg óska þjer til lukku, að þú hefir barist sem
hetja, og unnið sigur í verunni og því geta þeir mótstöðu-
menn vorir ekki neitað*.
Auðvitað dirfist Dr. Þorvaldur ekki heldur að segja
neitt beint í gagnstæða átt, en hann lætur það í veðri
vaka, að kláðamálið hafi verið föður mínum til vanvirðu,
að hann hafi borið lægra hlut, að Jón Thoroddsen hafi
með rjettu húðflett hann með níðvísum sínum, en faðir
minn reynt að endurgjalda það með rógi um hann og
óvild tii barna hans!! Á bls. 48 í miuningabókinni segir
hann þetta fullum fetum, segir að faðir minn hafi kært
embættisfærslu föður síns og Hilmar Finsen farið upp að
Leirá, en ekkert fundið athugavert eða vítavert, »datt þá
þessi rógur niður«.
IJjer er annaðhvort vísvitandi farið með rangt mál,
eða Dr. Þorvaldur er ekki betur að sjer en svo, að hann
blandar tveimur ólikum atriðum saman. Embættisfærslu
og drykkjuskap sýslumannsins á Leirá gat faðir minn
ekki kært, og þar að auki eru engar líkur til, að Hilmar
Finsen hefði farið eftir þvi, enda hefur gangskör verið
gjörð að því, að vita hið rjetta í þessu máli, en engin skjöl
finnast þessu tii sönnunar.
Þar á móti mun faðir minn, áður en Finsen kom til
íslands, hafa kært til ráðgjafans niðurskurðaræsingar og
ofbeldishótanir af hálfu Bened. Sveinssonar og Jóns Thor-
oddsens og var það einungis bein skylda hans, sem þing-
manns, lækningamanns og föðurlandsvinar, og vart mun
hægt að kalla það róg. Um þessa sjálfsögðu skyldu stjórn-
málaraannsins í öðru eins velferðamáli þjóðarinnar og