Skírnir - 01.01.1923, Side 91
:Skirnir]
Halldór Kr. Friðriksson.
81
kláðamálið var, skrifar herra dýralæknir Magnúa Einars-
8on mjer:
Halldór Kr. Friðrlksson bar gæfu til þess, sem mörgum stjórn-
málamönnum bæði fyr og síðar hefur ekki tekist, að skipa sjer í
fylking með þeim mönnum, sem meira mátu vísindalega þekking
í kláðamálinu en valtan hugarburð ósjerfróðra manna. — Með þvi
ásamt Jóni Sigurðssyni og fleirum að fylgja hæfasta sjerfræðingn-
um, sem þá var völ á, prófessor Tscherning, yfirmanni dýralækn-
ingamála í Danmörku, sýndi hann, að hann þekti sjálfsagða skyldu
stjórnmálamannsins, sem sjálfur er ekki sjerfræðingur í því máli,
sem um er rætt, og að hann hafði djörfung til að gjöra þessa
skyldu síua. Síðar sýndi hann flestum öðrum fremur annálsverðati
áhuga og dugnað í að vinna bæði með ræðum, ritum og framkvæmd-
um þeim málsstað gagn, er hann hafði tekið sjer að berjast fyrir.
Kláðamálið er eitt af hinum allra merkustu almenn-
ingsmálum íslands á síðari hluta 19. aldar og gefur all-
glögga hugmynd um menningar- og þroskastig þjóðarinn-
ar um þær mundir. En verði saga þessa máls rituð af
þar til hæfum óvilhöllum manni, efast jeg ekki um, að
höfundurinn rnuni fremur hallast að því að nefna Halldór
Kr. Friðriksson vgrjótpáU og »þjóðJietju« eins og Jón Sig-
urðsson gjörði fyrir afskifti hans af því máli, heldur en
»kláðaJcóng« eins og Dr. Þorv. Thoroddsen.
Hjer er ekki rúm til að fara langt út í þetta mál, en
3eS hygg, að það, sem hjer er sagt, sje samt nóg til að
sýna fram á, hve flausturslega og óáreiðanlega höfundur
minningabókarinnar fer með söguleg sannindi, og þarmeð
tilgangí mínum náð: að leiðrjetta það, sem rangt er
■sagt um föður minn.
Thora Friðriksson.
6