Skírnir - 01.01.1923, Page 93
Skírnir]
Kenning Wegeners nm landflutning.
83
um getur smátt og smátt breytt útliti jarðar. Eeyndar
kemur fieira til greina, er ræða er um breytingar á yflr-
borði jarðar, en þetta, sem nú hefir verið talið, hefir
einna mesta þýðingu, og nægir til að sýna, að á miljón-
um ára getur landslag og landaskipun gjörbreytst. Menn
voru þess vegna tiltölulega ánægðir með þessa skýringu,
þangað til eftir því var tekið, að ofurlítið af radíum er
í fle8tum þeim bergtegundum, sem eru aðalefnin i yfir-
borði jarðar. Af radium framleiðist hiti, og sá hiti, sem
stafar frá radíum í bergtegundunum, er nógur, og jafn-
vel meira en nógur, til að viðhalda hitanum í undirdjúp-
um jarðarinnar.
Það eru horfur á því, að kenningin um það, að jörð-
in sje altaf að kólna, sje óþörf til að skýra hitann, sem
i jörðunni býr. Það er alveg eins sennilegt, að úr radíum
hafi jörðin hitann, og að hún sje ekki að kólna, að minsta
kosti nú sem stendur.
Ef þetta er rjett, þá hefir það áhrif á skýringar þær,
sem hjer á undan hafa verið greindar. Sumt af þeim
verður vafasamt, og menn verða að efast um það, að
þær sjeu nægileg skýring á þeim breytingum, sem auð-
sjáanlega hafa orðið á ytstu lögum jarðarinnar. En svo
er það fleira í jarðsögunni, sem torvelt hefir verið að
skýra.
Ný tilraun til að skýra margt af þessu tæi er kenn-
ing Þjóðverjans Alfr. Wegeners. Wegener þessi var hjer
á landi með Grænlandsfaranum P. Kock, og fór með
honum frá Akureyri fyrst til Vatnajökuls, síðan til aust-
urstrandar Grænlands. Þaðan fóru þeir þvert yfir Græn-
lands jökla til bygðarinnar á vesturströndu Grænlands.
Grænlandsför þessi er mönnum hjer í fersku rainni og
sjerstaklega minnisstæð fyrir það, að með þeim var ís-
lenskur maður, Vigfús Sigurðsson, og af því að þeir höfðu
íalenska hesta á ferðalagi sínu á Grænlandi.
Kenning Wegeners miðar mest að því að útskýra,
kvernig standi á mishæðunum á yfirborði jarðar. Af
iandabrjefi má sjá, hvernig hæðahlutföllin verða á þurru
6*