Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 94
84
Kenning Wegeners nm landfiutning.
[Skírnir
landi, en yfir meiri hlutanum af yfirborðinu liggur sjór.
Til þess að sjá, hvernig yfirborð hins fasta lands undir
sjónum er, þarf að athuga dýptarlinur á sjókortunum.
Þó að í þessari grein verði lít.ið farið út í einstök atriði,
er samt best að hafa við lestur hennar landabrjef við
hendina, því að þau gera margt auðskildara en ella.
Með útmælingum á landabrjefum og sjókortum hafa
menn fundið þau hæða- og dýptahlutföll á yfirborði jarð-
ar, sem eftirfarandi tafla sýnir:
Dýpt: meira en 7km 7-6km 6-5km 5-4km 4-8km 3-2km 2-lkm 1-Okm
Yfirborð :
Hæð:
Yfirborð:
22,3 °/0 4,0°/o l,0°/0 0,5°/o 0,5%
0,5%
Samkvæmt þessari töflu er meira en þriðjungur (36°/0)
af yfirborði jarðar i 4—5 kiJómetra dýpi og næstum því
fjórði hlutinn (22,3%) frá sjávarmáli og upp að eins kíló-
metra hæð. Þetta er harla eftirtektarvert. Ef jörðin
hefði öll verið sljett upphaflega, þ e. alt yfirborð hennar
hefði verið í sömu hæð, sem mundi hafa svarað til hjer
um bil 2300 metra dýpis, og ýms smáatvik síðar valdið
þvi, að það varð ósljett og mishæðótt, þá hefði samt mátt
búa8t við því, að mestur hluti yfirborðsins hefði nálega
þá sömu hæð, sem það hafði í upphafi, og að það að
miklu leyti fylgdi hinu alkunna lögmáli um reglulega
dreyfingu, að mest af yfirborðinu væri sem næst í meðal-
hæð, en því minna yfirborð sem hæðarmunurinn frá
meðallagi yrði meiri. Meðfylgjandi teikning sýnir í stórum
dráttum, hvernig flatarmál yfirborðsins skiftist niður á
hæðalínurnar og svo hvernig það hefði átt að skifrast
niður, ef regluieg dreifing hefði átt sjer stað; það sýnt
með punktalínu.
Vegna þess að hæðahlutföllin á jörðunni eru önnur
en við hefði mátt búast, þá þarf að leita að orsökunum til
þess. Skýring Wegeners er á þessa leið: Hann hugsar
sjer eins og flestir fræðimenn nú á tímum, að insti hluti