Skírnir - 01.01.1923, Síða 97
Skírnir]
Kenning Wegeners um landflutning.
87
'Og er hún talin 91 km. á þykt, en eðlisþyngd hellunnar
álítur Wegener að sje 2,8. Þrýstingin á hvern flatarcenti-
metra við neðri hlið hellunnar verður þá: 91X2,8X100
= 25480 kílógrömm. Landhellan er talin að ná 100 metra
eða 0,1 km upp úr sjó, en sjóardýpið utan við hana er
talið 4,7km, sem er meðalhafdýpið, er komið er út fyrir
grunnsævið við strendurnar. Þyktin á blágrýtisberginu
utan við landhelluna og niður á móts við neðri brún hell-
unnar verður þá 86,2km og þrýstingin vegna þunga
blágrýtisbergsins og sjávarins ofan á því er þá, þegar eðl-
Í8þyugd sjávarins er 1,03 og eðlisþyngd blágrýtisins er
talin 2,9: 4,7X1,03X100 + 86,2X2,9X100 = 484+24998
= 25482kg á flatarcentimetra. Þrýstingin verður þann-
ig hjer um bil sú sama, hvort heldur reiknað er með
þunga landhellunar (Sial) eða með þunga blágrýtisbergs-
ins (Sima) og sævarins ofan á því. Þarna er þá fengið
jafnvægi, og Wegener gerir þess vegna ráð fyrir því, að
þykt landhellunnar sje 91km. En þó að þessi Sialhella
sje æðiþykk, er þó Simalagið margfalt þykkra, því að það
er talið alls um 1500km á þykt eða hjer um bil V4 af
vegalengdinni frá yfirborði jarðar inn að miðdepli hennar.
Hjer verður ekki leitast við að gera grein fyrir því,
hvernig hellan hugsast mynduð í fyrstu, en vjer skulum
gera ráð fyrir því, að fyr á öldum hafi hún verið öll
samföst og náð yfir svo sem */3 af yfirborði jarðar, en
geysistórt úthaf, sem var 4700m á dýpt, hafi tekið yfir
hinn hlutann af jarðarfletinum. Á botni þessa úthafs var
Sima eða blágrýtisbergið. Með tímanum komu mishæðir
bæði á úthafsbotninn og landhelluna, en þrátt fyrir þess-
ar mishæðir náði þó meginið af landhellunni með efra
borð sitt hjer um bil lOOm yfir sjávarmál, og mesti
hluti sævarbotnsins bjelst í námunda við hina upphaflegu
dýpt, og á þann hátt útskýrir Wegener það, að mikill
tiluti af jarðaryfirborði er annaðhvort í 4—5km dýpt
■eða í 0—lkm hæð yfir sjó.
Landhellan fór síðar að rifna, það komu á hana
sprungur, sem voru svo djúpar, að þær náðu alla leið