Skírnir - 01.01.1923, Side 98
88
Kenning Wegeners nm landflntning.
[Skirnir
niður í blágrýtisbergið undir eða um lOOkm djúpt. Það
mætti búast við ógurlegum eldgosum og miklum jarðeld-
um, er þessar rifur urðu til, en það befir orðin minna úr
þeim en við mátti búast, því að fljótlega hefir sjór kom-
ist í sprungurnar og kæft gosin. A sjávarbotni, þar sem
dýpið er um 5000m er þrýstingin af sjónum svo mikil,.
að vatn getur eigi soðið, og það myndast engar spreng-
ingar við það, að sjórinn leiki um glóandi hraunin.
I Afríku austarlega, við vötnin Niassa, Tanganika og
Rudolfsvatnið, eru afardjúpar grafir eða skorningar, sem
ganga frá suðri til norðurs og sem framhald þeirra i norð-
urátt má skoða Rauðahafið og Jordandalinn með Dauða-
hafinu. Þessa skorninga skoðar Wegener leifar af stórri
sprungu í jarðhelluna á þessum stað. Þessi jarðsprunga,
þótt mikil sje, hefir eigi orðið til þess, að skifta land-
hellunni í tvo hluta, en það hafa aðrar ennþá stærri
sprungur gert. Einhver allra stærsta af þess háttar sprung-
um er Atlantshafið. Upphaflega var Ameríka samföst við
Afríku og Evrópu, en stór sprunga frá suðri til norðurs
klauf landhelluna, og það mikla hellubrot, sem við það
varð viðskila við meginlandhelluna, er Ameríka. Sprung-
an, sem myndaðist við þetta, fyltist að neðan af Sima
(blágrýtisbergi), en ofan á það lagðist sjórinn. Sprungan
breikkar hægt og hægt. Ameríka mjakast vestur á við,
en eins og áður er á vikið, stendur landhellan djúpt nið-
ur í blágrýtisbergið, yfir 80km, bergið lætur aðeins hægt
undan, og vegna mótstöðu þess er suðuroddi Ameriku og
Grænlands sveigður austur á við. Þessir mjóvu land-
oddar hafa orðið að láta undan og bogna vegna mót-
stöðunnar í Simaberginu, er meginlandið mjakaðist vestur
á bóginn.
Wegener er þeirrar skoðunar, að landhellan sje yfir-
leitt á vesturleið, en þó einkanlega Ameríka, þegar miðað
er við blágrýtisbergið undir, og dregur þá ályktun af
ýmsu, svo sem því að flestar eyjar eru austan við megin-
löndin, og lega þeirra og lögun virðist benda til þess, að
þær sjeu að slitna aftan úr meginlöndunum, og má sem