Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 99
Skirnir]
Kenning Wegeners nm landflatning.
89’
dæmi nefna eyjagarðana austan við Asíu og Mið-Ameriku.
En á veBturströnd þeirra landa, sem færast mest til vest-
urs, svo sem Ameríku, þjappast landhellan saman vegna
mótstöðunnar og myndar þar fjallgarða strandlengis.
Atlant8hafið var eftir kenningu Wegeners svo sem nú
hefir verið frá skýrt upphaflega sprunga í landhelluna, en á
þeim milliónum ára, sem síðan eru liðnar, hefir hún breikkað
8vo, að úr henni er orðið stórt úthaf, þar sem ekkert minnir
á, að það sje gömul sprunga. En ef vjer litum á landabrjef,
sjáum vjer, að austurströnd Suður-Ameríku getur fallið svo
saman við vesturströnd Afríku, að hvergi verður verulegt
hil á milli, og er þetta óneitanlega mikil bending um
það, að kenning Wegeners hafi hjer við rök að styðjast,
enda var það einmitt þetta, sem kom honum fyrst á þá
skoðun, að þessar heimsálfur hefðu í fyrndinni verið
samfastar.
Við rannsókn á laudslagi beggja megin við Atlants-
hafið kemst Wegener að þeirri niðurstöðu, að fjallgarðar
austan hafs og vestan standist víða alveg á, ef Ameríka
hugsast skeytt vestan við Afríku og Evrópu; þannig finn-
ur hann framhald af fjallgarði í Afríku sunnarlega aftur
í Suður-Ameríku, og kolalögin í Norður-Ameríku og Eng-
landi hafa upprunalega verið sama kolalagið, sem hefir
slitnað í sundur, er Amerika fjarlægðist Evrópu, og ýmis-
legt fleira þessu líkt bendir Wegener á. Það væri
harla einkennilegt, ef þetta væri tilviljan eintóm, og næst-
um óhugsandi, að svo sje. Likurnar verða svo litlar, að
tvent af þessu tæi geti staðist á, er löndin eru færð saman,.
eins og þau falla best saman.
I jarðsögunni er ýmislegt, sem ekki hefir fengist skýr-
iug á, einkanlega eru það ísaldirnar og veðráttubreyting-
urnar, er menn eru eigi ásáttir um, hvernig skýra skuli.
I’lestar skýringar á þvi, hvað valdið hafi ísöldunum, eru
ab flestra dómi ófullnægjandi. Reyndar viðurkenna allir,
að breyting á landaskipun og straumahvörf í sjónum geti
ti' leiðar komið allmiklum veðráttubreytingum, en flestir
álíta, að þær geti alls ekki skýrt þær stórkostlegu hitabreyt-