Skírnir - 01.01.1923, Síða 100
90
Kenning Wegeners um landflutning.
[Skírnir
ingar, er lýsa sjer í þvi, að þar sem einu sinni hafi blómg-
ast suðrænir skógar, þar hafi á öðrum tíma verið stór-
feldir jöklar. Ein útskýringin á veðráttubreytingum þessum
er sú, að heimskautin hafi fiLutst til, og mun þessari
kenningu fyrst vera á lofti haldið af Þjóðverjunum Reibisch
og Kreicbgauer, og þó sjerstaklega hinum síðar nefnda.
Skýring þessi er að flestra dómi nægileg, ef menn deildi eigi
á um það, hvort nokkur líkindi væri á því, að heim-
skautin hafi flutst til. Mælingar síðari tíma hafa sýnt,
að heimskautin hvika til, en hreyfingin er þannig löguð,
að úr henni verður hringsól um sama blettinn, en enginn
verulegur heimskautafiutningur. En athuganir þessar ná
aðeins yfir fá ár, svo að þær sanna lítið. I rauninni
þurfa heimskautin ekki að flytjast nema um 4cm á ári
að jafnaði til þess að þau hafi endaskifti á jörðunni á 500
miljónum ára, en svo langt er síðan, að ætlan manna, að
elsta timabilið í jarðsögunni hófst, og þó ef til vill lengra.
Nú er líklegt, að hreyfing heimskautanna hafi eigi verið jöfn,
heldur í sprettum, og getur þá verið, að nú sje eitt af
þessum kyrstöðutímabilum, en um þetta geta aíhuganirn-
ar á heimskautahreyfingunni ekkert sagt.
Kenningin um flutning heimskautanna kemur að mörgu
leyti vel heim við jarðsöguna. Kreicbgauer gat rakið feril
heimskautanna frá einu jarðtímabili til annars, og voru á
honum engin óeðlileg stökk, og mælir það undir eins
mikið með þessari kenningu. En staða heimskautanna á
hverju jarðtímabili var ákveðin með tilliti til þess, að hún
væri í góðu samræmi við það, sem menn vissu um veðr-
áttufarið á jörðunni á þeim tímum. Vitanlega voru samt
á þessu ýmsir aguúar, sem búist var við að hyrfu, er
málið væri rannsakað nánara. En sjerstaklega eitt af
þessu hefir orðið ennþá torskildara við frekari rannsókn.
í lok kolatímans og á Permtímanum, sem þar kom
næst á eftir, hefir verið ísöld í Suður-Afríku, en nú hefir
það komið i ljós, að þessi sama ísöld hefir einnig náð til
Indlands og suðurodda Suður-Ameríku og Falklandseyj-
anna. Svæði það, sem jöklarnir á þessum tíma hafa náð