Skírnir - 01.01.1923, Page 101
■Skírnir]
Kenning Wegeners nm landflntning.
91
yfir, hefir eftir þessu verið mjög stórt. Og þó að suður-
heim8kautið væri flutt til, yrði ætíð einhverjir af þessum
Btöðum of langt frá þvi, til þess að hugsanlegt sje, að
jöklar þaðan næðu yfir þau lönd. En eftir kenningu
Wegeners lá fyrrum suðuroddi Ameríku fast upp að
Afríku syðst, og þegar því iandi er kipt úr fellingunum,
sem myndað hefir Himalaya-fjaligarðinn, færist Indland
suður á bóginn og nálgast Madagaskar. Og á þann hátt
verður það landflæmi, sem Permjöklarnir náðu yfir, miklu
minna, og vel skiijanlegt, að það alt hafi legið svo ná
lægt suðurheimskautinu, þar sem það var þá, að það
hafi verið hulið jökli.
Kunnugt er það, að skyldleiki mikill hefir verið milli
•dýralífs tveggja landa, þótt þau sjeu nú aðskilin af breið-
um og djúpum höfum, og sömuleiðis skyldleiki milli jurta-
Mfs þeirra. Þessi skyldleiki verður varla skýrður á ann-
an hátt en þann, að sömu tegundir dýra og jurta hafi
upphaflega komist til beggja landanna. En þar sem
óhugsandi er, að sumar þessar tegundir hafi komist yfir
höfin, sem aðskiija löndin, hafa menn komið fram með
þá skoðun, að fyrrum hafi verið landbrýr milli landanna,
og þá hafi samganga þeirra á milli verið eftir henni, en
síðan hafi landbrúin sokkið í sæ.
Jarðfræðingar hafa orðið að smíða allmargar landbrýr
fyr á tímum til þess að skýra fyrir sjer þenna skyldleika
milli dýra. og jurta í fjarliggjandi löndum. Af þessum
landbrúm má nefna Lemúríu, sem tengdi saman Vestur-
Indland og Madagaskar. Álíta flestir jarðfræðingar, að
þessi landbrú hafi horfið snemma á nýju pldinni eða frá
Eocen til Pliocen. önnur landbrú átti að vera milli
ÁstraMu og Vestur-Indlands, Gondwanalandið, sem nú
væri þá sokkið og það fyrir löngu, því að flestir ætla,
■að það samband hafi slitnað á miðöldunum, i lok Trías-
tímans. En það er einnig skyidleiki milli nokkurra dýra-
tegunda í Suður-Ameríku og Ástralíu, er bendir til þess
að landbrú hafi verið millum þessara heimsálfa. Hjer á
landi þekkja menn þó yfirleitt lítið til þessara landbrúa,