Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 102
92 Kenning Wegeners um landflutning. [Skírnir
en fiestum er hins vegar kunn sú landbrú, sem jarðfræð-
ingar segja, að hafi tengt ísland við Skotland.
Eftir kenningu Wegeners verða þessar landbrýr
óþarfar til að skýra skyldleika dýra eða jurta fjarlægra
landa, því að hann skýrist sjálfkrafa við það, að löndiu
lágu saman, áður eu Sialhellan fór að rifna, og þá gátu
dýrin gengið þurrum fótum frá einu landinu til annars,
og jurtirnar borist á milli þeirra, þareð engin sund nje
sjávarbelti aðgreindu löndin.
Þetta og margt fleira styður mál Wegeners, en það
er eigi rúm til að fara frekara út í það hjer. En aðeins
líta ofurlitið á aðra hlið þessa máls. Ef það er rjett, sem
kent er, að löndin sjeu á vesturleið og þó eigi öJl jafn
hraðskreið, þá er þar auðsjáaulega leið til að prófa þetta,.
því að sum löndin eru þá að fjarlægast, en sum aftur að
nálgast. Það er hægt að mæla fjarlægð landanna með
stjarnfræðilegum mælingum. Ef mælingum þessum er
haldið áfram um langt skeið, hlýtur það að verða aug-
ljóst af þeim, hvort löndin breyta afstööu.
Nú er því haldið fram, að Ameríka hafi orðið við-
skila við Afríku og Evrópu, og fjarlægst í vestur. Það
verður þá sennilegt, að Atlaushafið sje ennþá að breikka,
og Ameríka að færast fjær Evrópu. Wegener gerir ráð
fyrir því, að Suður-Ameríka hafi fyrst slitnað frá Afriku
og sjeu margar (um 20) miljónir ára síðan. Þótt vega-
lengdin sje mikil, hefir þessi hluti Ameríku að jafnaði
sigið mjög hægt áfram, svo sem ‘/4 úr metra á ári, því
að langan tima hefir það haft til ferðalagsins. En það
á að vera tiltölulega skamt síðan, að löndin hjer norður
frá urðu viðskila. Landahreyfingin hjer hefir því verið
einna mest á síðari tímum, jafnvel 10—20 metrar á ári að
jafnaði sarakvæmt reikningi Wegeners.
Með mælingum á fremur fáum árum ætti þessi hreyf-
ing að verða opinber. Nú vill svo til, að mælingar hafa
verið gerðar á Grænlandi árin 1823—1870—1907, og eftir
þeim mælingum er Grænland að færast vestur á við og^
það töluvert hratt, eftir því sem um er að gera hjer.