Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 104
94
Kenning Wegeners nm landflutning.
[Skírnir
Það er að ví8u mikilvægt atriði, að kennÍDgin sje
rjett, en þó að svo skyldi reynast við nánari rannsókn,,
að hún væri eigi rjett, er það eigi þýðingarlaust að kynn-
ast henni. Hún sýnir oss löndin og landaskipunina í alt
öðru ljósi en áður. Af henni má draga ýmsar ályktanir,.
og af því leiðir rannsókn á þvi, hvort ályktanirnar sjeu
rjettar. Sennilega kemur margt nýtt i ljós við þær rann-
sóknir. Og altaf eimir eitthvað eftir af þeim hugsjónum
og þeirri andlegu útsjón, sem kenningin vísaði mönnum áí.
Eigi er það ósennilegt, að kenning Wegeners verði
til þess, að vjer skiljum betur iand vort og uppruna þess.
Eins og áður hefir verið minst á, byggir baun mikið
á þeirri skoðun, að landið sígi, er mikill þungi legst á
það, á svipaðann hátt og steinn sekkur dýpra í leðjuna,
er stígið er á hann. Þess vegna hefir ísland átt að sökkva
dýpra i sæ, er miklir jöklar láu á landinu, en svo hefir
það risið hægt og hægt úr sænum er jöklarnir bráðnuðu
aftur. I samræmi við þetta eru þær atbuganir, sem jeg
gerði við Akureyri, að þegar síðasta ísöldin gekk þar, þá
hafi samtímis og rjett þar á eftir sjórinn gengið hæst á
land. Þó má skýra þetta á annan hátt, svo sem með færslu
heimskautanna. Það er eigi heldur nein ný kenning, að
landið sigi undan jöklunum, en eftir því sem Wegener
kennir, verður hún aðeins þáttur i almennri kenningu.
Ef vjer lítum á kortið af Vestfjörðum, þá er eins og
skorið hafi verið þar norðvestan af landinu, því línan um
ytstu annes frá Straumnesi til Látrabjargs er nærri því
þráðbein, og fjöll og harnrahlíðar eru þverhníft. Er fram-
haldið af þessu hálendi sokkið í sæ, eða er það norðvest-
ur i Grænlandi? Þar er, svo sem kunnugt er, blágrýtis-
jarðlög á nokkru svæði, sem á einhvern hátt standa í
sambandi við blágrýtið íslenska.
Mikið af íslandi er blágrýti og skyldar bergtegundir.
Samkvæmt kenningu Wegeners eru þessar bergtegundir
úr undirstöðuberginu, og eiga þær bergtegundir óvíða að
vera ofar i jörðu en i 4—5km dýpi. Ef ísland væri
bygt upp af þessu bergi frá rótum, þá væri það of þungt