Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 105
Skirnir]
Kenrring Wegeners um landflntning.
95
í sjer, og ætti að smásíga í sjó. En þar sem ekkert
verður við þetta vart, þá verður að útskýra þetta, svo
sem Wegener gerir, á þann hátt, að undir blágrýtisbelt-
unum sjeu ljettari bergtegundir (Sial). Annars á blágrýtið
að vera undirstöðubergið, og þar sem eldfjöllin eins og
hjá oss spúa blágrýtishraunum, þá er það vottur um það,
að eldfjallagöngin ná mjög djúpt niður. Nú hefir verið
frá því skýrt, að bilið milli iandanna hjer norðarlega í
Atlant8hafinu sje að aukast. Sprungur þær, sem senni-
lega eru i hafsbotninum á þessum stöðum, eru þá að
gleikka og ná alla leið niður í Sima-bergið. Það er þess
vegna eigi svo undarlegt, þótt úr eldfjöllunum íslensku
komi blágrýtisbraun. A sama bendir og það, að venju-
legustu gosin hjerna eru sprungugos; svo sern Skaftáreld-
arnir; Dyngjufjallagosin 1875, þá vall einnig upp hraun
norður í Mývatnsöræfum, líklega alt úr sömu jarðsprung-
unni; og gosin nú hin síðustu bæði í Vatnajökli og norð-
ur í öskju virðast bera vott um hið sama. Yfirleitt út-
skýrist hæglega, bið mikla eldfjallabelti yfir þvert ísland
frá suðvestri til norðausturs, ef kenning Wegeners er lögð
til grundvallar. Belti þetta á að vera að breikka og Vest-
urland að færast lengra í norðvestur, og þó að þetta fari
hægt, þá er þó skiljanlegt að eldgosin hjer á landi sjeu
tíð, þareð þetta jarðrask á sjer stað.
Það er í rauninni ekki gleðileg tilhugsun að eiga
von á því að berast í áttina til Grænlandsjökla og kuld-
anna þar; en það er þó bót í máli, að hægt er farið og
sennilegt, að Grænland færist ennþá hraðara undan, svo
að vegalengdin til Grænlands sje í rauninni að vaxa.
Getur þá orðið rýmra um Golfstrauminn á milli Islands
og Grænlands, svo að veðráttan versni ekki. En fyrir
landmælingarnar getur þetta haft óþægilegar afleiðingar,
því að þegar loksins er lokið mælingunum um alt landið,.
þá getur svo farið, að þeir staðir, sem fyrst voru mældir,
sjeu á alt öðrum stað en áður, og ekki verði hægt að
koma kortunum saman. Svona fór það að sögn með Fær-
eyjar, hverju sem um var að kenna.