Skírnir - 01.01.1923, Side 107
Skirnir]
Nöfnin.
97
Eg þykist og vita, að hv. þm. sje það eigi síður kunn-
ugt en mér, að andleg afrek hinna fornu íslendinga eru
og hafa öldum saman verið gullnáma allra Norðurlanda
og geirmennskra þjóða, hafa verið lýsigull, er sló birtu
yfir fortið þessara þjóða, hafa verið það lýsigull og eru
•enn, sem leiða mun í ljós margt það um ágæti þeirra
sjálfra og menning vora og frændþjóða vorra, er nú dylst.
Enda er oss sjálfum og háskóla vorum ætlað þetta Ijós
til þess að vinna við það gullnámu þá, er eg nefnda.
Og úr því eg nefndi ræktarsemi Hellena við móðurmál
sitt, þá er og rétt að nefna einnig samstætt dæmi frá
forfeðrum vorum. Þeir hleyptu að vísu fleiri erlendum
orðum inn í tunguna en Hellenar, en þó unnu þeir eigi
að síður meiri þrekvirki um varðveizlu hennar. Hinn
allt sigrandi kristindómur fór þá um öll lönd með bagal
og mítur og latneska tungu sem eldur i sinu. En íslend-
ingar tóku að vísu trúna og bagal og mítur, en þeir létu
eigi svo mjög undan þessu mikla heimsveldi, að þeir léti
latneska tungu sitja í fyrirrúmi fyrir sinni eigin tungu.
Hitt var heldur, að þeir mótuðu og festu gullaldarmál vort
ú sama tíma sem aðrar þjóðir, þar á meðal Norðurlanda-
þjóðirnar, leiddu latneskuna til hásætis og afræktu sína
oigin tungu og týndu henni síðan.
Einn hluti tungunnar eru eiginnöfnin. Meðferð beggja
þessara fyrnefndu öndvegisþjóða var hin sama. Hver
maður hjet sínú nafni og var kenndur við föður sinn og
ikölluðust karlmenn synir feðra sinna, en konur dætur
þeirra. Og þenna sið höfðu báðar þjóðir haft með sjer
úr landi, þar er allir Herjar bjuggu, áður en þjóðagreining
°S Þjóðaflutningur hófst. En það hefur sennilega eigi
verið síðar en þrem þúsundum ára fyrir Krists fæðing.
Hjá oss er því síður þessi meira en fimmþúsund ára gam-
all og ætti því að þurfa meira en litlar orsakir til breyt-
ingar.
Mér er sem eg heyri menn koma fram með þá mót-
báru, að eigi sé tnikils vert um nöfnin. En hér er
Þó allt annað i efni. Nöfn, þ. e. nafnorð, eru sá þáttur
7