Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 108
98
Nöfnin.
[Skirnir
tungunnar, sem er einna langminnugastur á sögu þjóðar-
innar. Má þar minna á orðið brullaup (brúðkaup), er
sýnir, að í fyrndinni var það siður að nema konur brott
í alvöru, en slðar í leik, er var þá leifar af hinu eldra.
Síðar kemur upp sá siður, að mey skal mundi kaupa og
er orðið brúðkaup lifandi vottur þess. Mætti telja slik
nöfn í hundruðum. En eiginnöfnin eru þó einna merki-
legust að þessu leyti. Sýna þau á margvíslegan hátt æfi-
kjör' og hugsunarhátt þjóðarinnar örófi vetrar áður væri
saga rituð. Allur sá aragrúi af nöfnum, sem dregin eru
af nafni Þórs, sýnir ljóslega, hversu mikil helgi hefir
verið á guði afls og eldinga. Auðvitað má sjá þetta á
fleiri hlutum, svo sem þvi, að sumar byrjar á Þórsdag,
en ljósast verður mönnum þó hugarfar þjóðarinnar, er for-
eldrar kunna eigi að velja börnum sínum heillavænlegra
nafn en að kenna þau til Þórs. — Þá sýna og nöfnin að
forfeður vorir hafa verið menn gunnreifir, svo sem Sigfús,.
Gu(nn)rún (Guðrún), jVigfús, Brandr. Og enn sýna þau að
þeir bjuggu í köldum löndum, þar sem birnir voru og úlfar,
svo sem Jökull, Bersi, Úfr, Bera. Mætti lengi telja slik
dæmi, en hér er þó eigi staður né stund til þess. Eg
hefi nefnt þessi dæmi til þess að vekja þá menn til um-
hugsunar um málið, sem hafa, ef til vill, eigi gert sér
það ljóat áður. Geta hv. þm. ef til vill gert sér nokkru
ljósara en ella, hvað orðið væri úr þeirri hlekkjafesti frá
kyni til kyns, sem gerð er úr endurminningum tungunnar,.
ef hinn nýi nafnasiður hefði verið kominn á á landnáms-
öld. Hefði Þórvarður Þórarinsson verið kallaður Th.
önfer og Þórgerður Egilsdóttir verið nefnd Th. Brunde-
bjalvesen, eða Ingólfr Arnarson kallaður I. Sunnfer, eða
Olafr feilan nefnzt 0. Breiðfer eða 0. Hvammon eða þá
0. Thorstensen, eða hefði bræður Unnar djúpúðgu verið
menn eignarfallsins og heitið Flatnefs, þá hefði landar
vorir eigi þurft að fyrirverða sig fyrir nöfn sín. Þá bæri
þeir að líkindum Kleppsskinnunöfn, sumir með ending-
unni — an, t. d. Þvaran, Kveran, Skeifan, Skemman,
Skaran, sumir með endingunni — on, t. d. Skolpon,,