Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 109
Sklrnir] Nöfnin. 99
Qvendarbrunnon, Þvælon, Útverkon, sumir á — fer, t. d.
Hrútfer, önfer, Breiðfer, Faxfer, Flófer og Luci-
fer. Enn aðrir mundu heita jurtanöfnum, t, d Skollafing-
ur, Geitnaskóf, Lokasjóður, Pjetursbudda. »Þó mundum
vér forgöngumenn nýja tírnans®, sagði einn af forkólfum
hinnar nýju nafnamenningar, »velja oss veglegri heiti en
þessi, sem að vísu eru nógu góð handa almenningi. Og
víst veit eg, hvað oss mundi bezt sæma, en það er að
vera menn eignarfallsins«. Hefði nú sá maður verið uppi
fyr á öldum, þá er sennilegt að vjer hefðim nú nöfn sem:
Snerils, Húns, Svæfils, Kodda, Potts, Skotts, Dalls, Kjar-
alds, Faralds, Erils, Jálks, Skálks, Álku, osfrv.
En staðanöfn eru eigi síður langminnug en manna-
nöfn. Renni menn aðeins huganum til bæjarnafnanna i
Holti. Á þeim má gerla sjá, hvar skógur var, þá er land
bygðist, og hvar ryðja þurfti mörkina áður reistur yrði
bærinn. örnefni sem Holtin sýnir að allar hæðirnar
þar voru skógi vaxnar (á latnesku: saltus). Og við hvert
bæjarnafn og hvert örnefni eru bundnar einhverjar minn-
ingar og má að jafnaði sjá á nafninu, hverjar þær eru,
t. d. Svalbarð, Veðramót, Akr, Akreyjar, Akranes, Gerði,
Mannabani, Berufjörður, Svinavatn og ótalmörg fleiri.
Allar þessar minningar geta mennn skafið út, ef þeir
breyta nöfnunum. Og ekki fríkkar, ef þeir bæta gráu
ofan á svart og klína helgum heitum á ómerkilega staði.
Skessur kváðust á:
Systir Ijáðu mér pott.
Hvað vilt þú með hann?
Sjóða í honum mann.
Hver er hann?
Gizurr á Botnum,
Gizurr á Lækjarbotnura.
Hú verður að yi'kja þessa visu upp fyrir skessukindina
°g geta þess, að Gizurr búi nú að Lögbergi!! Eg læt þetta
dæmi nægja, þvi að öllum munu kunn mörg dæmi slíkra
8kemmdarverka.
há er annað höfuðatriði, sem gerir viðhald réttra nafna
7*