Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 110
100
Nöfnin.
[Skírnir
mikils vert fyrir viðhald tungunnar. Þa,u eru allra orða
geyranust á beygingar og rjettar orðmyndir, en í þeirra
stað koma í hinum nýja nafnasið óbeygileg orð. Það
verður endinn á þessari ættarnafna og gæsarlappa öld
að beygingar hverfa úr málinu, enda er byrjun þegar
gerð: Skramban á frú, sem heitir einnig Skramban, en
ekki Skrambana svo sem búast mætti við eftir lögum
og eðli tungunnar. í gæsarlappahríðinni er það algengt
að menn eigi hluti i »hf. Kári«, ekki í Kára, menn koma
»með e.s. Gullfoss«, en ekki á Gullfossi o. s. frv. En
nái sníkjumenningin beygingunum úr tungu vorri, þá er
slitið sambandið milli vor og fortíðarinnar, þá er íslenzk-
an orðin ill danska. En hún kve vera auðlærð.
Þriðja höfuðatriði þess mikla hlutverks, sem eigin-
nöfn hafa unnið í þjónustu íslenzks þjóðernis og munu
vinna, ef þeim er ekki brjálað, skal nú og talið: Nafna-
siður vor er skuggsjá hins mikla einstaklingfrelsis og ein-
staklingssjálfstæðis, sem einkennir þjóðabálk vorn, og skugg-
sjá þeirrar virðingar sem vjer og forfeður vorir hafa jafn-
an borið fyrir konum og rjetti þeirra, svo sem hinn róm-
verski nafnasiður var skuggsjá þess ófrelsis, er konur
áttu þar við að búa.
Svo sem eg sagða fyr var nafnasiður Hellena ná-
kvæmlega hinn sami sem vor, og svo gjörsamlega eins
var hann, að þar tíðkuðust og auknefni sem hjá oss. En
siður Rómverja var allur annar, þótt þeir væri af sama
stofni runnir. Þar hétu menn þrem nöfnum: fornafni
(prænomen), ættarnafni (nomen gentilicium) og viðnafni
(cognomen) og stundum auknefni (agnomen) hinu fjórða.
Dæmi: Marcus Tullius Cicero, Publius Cornelius Scipio
Africanus. Um kvennaheiti var nú sá siður, að dætur
hétu ættarnafni föður síns, meðan þær sátu í föðurgarði,
og var þá greint svo á milli margra dætra að þær voru
kallaðar eldri og yngri eða 1., 2., 3., o. s. frv. Til að
mynda hét dóttir Ciceros Tullia, og hefði hann átt þrjár
dætur, þá hefði þær heitið 1., 2., og 3. Tullia. En er
heimasætan var manni gefin, þá skifti hún aðeins um