Skírnir - 01.01.1923, Side 111
Skirnir]
Nöfnin.
101
ætt og hét þá ættarnafni mannins síns. Ef Tullia hefði
átt mann, er hét Publius Cornelius Scipio, þá hefði hún
upp frá þvi heitið Cornelia*. Þetta var eðlilegt þar fyrir
þá sök, að þar átti fyrst faðirinn og síðar maðurinn vald
á lífi kvennmannsins og því lýsir nafnasiðurinn með þeim
hætti, að hún er aldrei sjálfstæður maður, heldur eignar-
hlutur fyrst þessarar ættarinnar og síðan hinnar. Þetta
verður ennþá ljósara þegar borinn er saman við þær
nafnasiður leysingja. Þeir tóku fornafn og ættarnafn
hÚBbónda þess, er gaf þeim frelsi, en að viðnafni höfðu
þeir hið gamla þrælsheiti sitt. T. d. Lucius Cornelius
Chrysogonus leysingi Sullu, en það er sama sem að heita:
Chrysogonus, fyrrum þræll hjá L. Cornelius Sulla. En
eftir rómverskri löggjöf voru þrælar res þ. e. hlutur, sem
húsbóndiun hafði jafnt vald yfir sem vér yfir fénaði
vorum.
Telja menn það sæmandi íslenzkum konum að taka
nafnasið, sem svo er upp kominn og hvílir á slíkum
endurminningum ? Og telja menn það sæma frjálsum
mönnum að taka upp þann nafnasið, er á þann uppruna,
sem nú mun sagt verða?
Rómverjar lögðu undir sig alla Gallíu, Spán og nokk-
urn hluta Þýskalands og settu nýlendur víðs vegar um
þessi lönd og fleiri, sem [eg hirði eigi að nefna. Nú
voru undirokararnir ríkari og betur settir um flest, en
landsmenn sjálfir, og leysingjar þeirra slíkt hið sama.
Urðu því nokkrir til þess fyrstir í hverju landi að smeygja
sjer inn í valdhafaflokkinn með því, að taka sjer nöfn er
sambærileg væri þeirra nöfnum. Þetta smá-ágerðist svo
eftir þvi sem stundir liðu 'og eftir margar aldir var nafna-
siður þessi orðinn algengur um flest lönd álfunnar, nema
Norðurlönd. En svo fór þó að lokum, að þessi ófagri
skuggi gamals þrældóms skreið einnig yfir þau og var
þá að lokum engin þjóð eftir, nema hinn tryggi útvörður
norrænB þjóðernis, tungu og siða, Island.
Vjer höfum verið trúir verðir þessara dýru hluta allt
íiá þvi, er ísland bygðist. Þó hefir á orðið fyrir oss á