Skírnir - 01.01.1923, Side 113
Skírnir]
Nöfnin.
103
i þeirri von að komandi kynslóðir verði betri en þessir
menn, er nú kallast: Olafss, Arnar, Gormar, Fann-
dal, Lokasjóður, Skollafótur, Tungai, frk. TJtverkon, frk.
Reykjavík, Tunglon og Solon, frú Utan og Útsunnan,
berra Ofan og frk. Neðan o. s. frv.
Verður mikið til þess að vinna, að þær kynslóðir fái
Ó8kemt í sínar hendur mótað og ómótað gull fortíðarinnar
og þá einkum hinn dýrasta gimstein, sem vjer eigum,
tunguna. Geymni vor á tunguna hefir gert þjóð vora
mikils metna meðal þjóðanna, heflr gert oss að sjálfstæðri
og frjálsri þjóð. Og þau gæði munu endast oss alla stund,
sem vjer göngum í spor forfeðra vorra um ræktarsemi og
trygð við tungu vora og þjóðerni. Nú er þess gætanda,
að vjer verðum að gjalda miklu meiri varhuga við er-
lendum áhrifum en fyr, því að samgöngur hafa vaxið svo
mjög sem allir vita, en hafið hefir reynzt oss hin mesta
verndarvættur á umliðnum öldum.
Eg hefi heyrt það á ýmsum mönnum að þeim þykir
þetta allmikið harðræði, að banna mönnum að nefnast
aem þeir vilja. Vil eg i því sambandi benda á tvent.
Fyrst er það alkunna, að það hefir lengi verið i lögum hjer
og er enn að prestar mega neita að skíra ónefnum, og
hefði nafnalögin frá 1913 aldrei komið út, þá hefði klerka-
fitjettin getað kæft þenna ófögnuð allan í fæðingunni, en
þeir fá við ekkert ráðið, ef ósúminn hefir lagavernd.
í öðru lagi vil eg geta þess, að helzt má snúa þessu
brigsli um harðneskju við. örfáir menn vilja leyfa sjer
að breyta siðum heillar þjóðar, 2% ætla að knjesetja 98%.
Hafa menn heyrt slíkrar bíræfni getið? Hafa menn gert
sjer ljóst, hvílík ósvífni felst í þessu?
Mundi eigi kominn tími til þess, að níutíu og átta
menn sýndi þessum tveim í tvo heimana?
Enginn skyldi halda að eg sé hinn fyrsti eða hinn
•eini maður, sem vill setja lög um þetta efni. Mun jeg
þvi til sönnunar lesa nokkur atriði úr þingtíðindum 1881,
«f hæstvirtur forseti leyfir.
Þg'sk. 263 í þingtíðindum þess árs á bls. 609 er frum-