Skírnir - 01.01.1923, Síða 114
104
Nöfnin.
[Skirnir
varp til laga um nöfn manna. Þar stendur í 1. gr. »í hvert
sinn, sem kveðja skal mann til embættissýslanar, þing-
starfs eða annars starfs, snertandi málefni almennings,
skal nefna, auk nafns þess, er hann er skírður raeð, nafn
föður hans eða móður. Sömuleiðis á í hvert sinn, er yfir-
vald eða prestur nefnir menn í rjetti eða frá predikunar-
stóli, að skýra frá því, hvers son eða dóttir hlutaðeigandi
sje*. í 2. gr. segir svo: »Ekki má skíra neitt meybarn
karlmannsnafni og ekki má nefna eða skrifa neinn mann,
sem heflr fast heimili á íslandi, son annars manns en
föður síns eða móður«. Þá hljóðar þriðja grein svo: »Eftir-
leiðis má ekki skíra neinn mann ættarnafni, nema kon-
unglegt leyfi sje til þess. Ekkert ættarnafn má enda á
»son«. Fyrir ættarnafnsleyfi skal borga 500 krónur, sem
renna í landssjóð. — Hver sá, sem skrifar sig ættarnafni,,
skal þar að auki greiða árlegan nafnbótarskatt, 10 krón-
ur fyrir hvert atkvæði, sem í nafninu er«.
Flutningsmenn voru þeir Jón Jónsson (landritari) og
Jón Olafsson, sem var þá í fyllsta þroska og í blóma lífs-
ins. Við 1. gr. gera þeir meðal annars þessa athugasemd:
»1 Þing8kapaþætti 25. kap. þess handrits hinnar fornu
lögbókar Islendinga, sem konungsbók nefnist, stendur
meðal annars: oc er goþinn skyldr at segja ryþiandanum,
hvern hann nefnði í dóm, ef hann spyr, oc nefna dóm-
andann oe svá föþur hans.eða moþur, ef þau voru íslenzk«.
í athugasemd við aðra grein segja þeir svo: »Að láta
skíra meybörn karlmannsnöfnum, sjer í lagi nöfnum, er
enda á son, virðist ótilhlýðilegt hjer á landi, þótt slíkt
viðgangist í öðrum löndum. Það virðist ekki verra fyr-
ir útlendinga, er setjast hér að fyrir fult og alt, að þurfa
að breyta nöfnum sínum, að svo miklu leyti sem þau
koma í bága við þessi lög, en það er fyrir íslendinga að
breyta nöfnum sinum þegar að þeir setjast að í útlöndum«.
Og loks segja þeir í athugasemdum sínum við 3. gr. r
»Ættarnöfn virðast hjer á landi eigi aðeins óþörf, heldur
jafnvel skaðleg, þar sem þau geta komið til leiðar mis-
skilningi og rjettaróvissu«. Má sjá á þessari athugasemd