Skírnir - 01.01.1923, Page 115
Skírnir]
NöfDÍn.
105
þeirra, að þeir hafa eigi verið á sömu skoðun sem mað-
urinn, er ljet svo um mælt: »Enginn gengur heilt ár i
8ömu skyrtunni, og er hún þó minna brúkuð en nafnið«.
Þessir menn fóru að vísu skemmra en eg i tillögum
sínum, en þess ber að gæta að ónefna sýkillinn var þá
ekki svo ægilegur sem nú er orðið. Og sammála mjer
hafa þeir verið um það að vel mætti skipa slíku með
lögum og slíkt sje ekki neitt harðræði. En oss verður
ekki eins dæmi í þessu sem nú verður sagt.
Dæmi eru og til frá öðrum þjóðum, að þær hafi sett
lög um nöín, sumar til hins verra og sumar til hins betra.
»Socaldemokraten« norski 5. febr. 1923 segir frá því, að
lögþingið norska hafi nú sett lög til þess, að laga nöfn
coanna þar í landi. Sögðu þingmenn, að eigi væri van-
þörf á slikum lögum, því að þar væru nöfn slik sem
Appelsína, Rúsína, Polka, Mazurka — og einn kvenmann
þekktu þeir sem hét Clossetta. Eftir því mættum vjer og
eiga von á ættarnöfnum eins og Closetton, Aborton, Toiletton
osfrv. Sá aðall yrði vafalaust meiri háttar en hinn forni
landsnámsaðall, sem ber hin fornu íslenzku nöfn, að
minnsta kosti bæri þá nöfnin vott um það, hversu bjartur
sjálfstæðislogi brynni þar hið innra.
Nú afhendi eg fulltrúum þjóðarinnar þetta mál og
er vel að kjósendur hafa nú bráðlega tækifæri til þess,
að sýna þeim, hvern veg undirtektir þeirra mælast fyrir.
* Hjónaband var með tvennu móti hjá Rómverjum, annaðhvort
með þeim hætti, að konan gekk manni sínum á hönd (in manus),
eÖa þá án þess (sine in manum conventione). Þá er hún gekk manni
sínum á hcnd, hvarf hún undan valdi (potestas) föður síns, en und-
lr vald manns síns, gekk að öllu leyti yfir í hans ætt og var hon-
um í dóttur stað (filiæ loco), og hjet því nafni hans sem dætnr
hans. Eigur hennar fær maðurinn, ef hann er sjálfvaldur (sui iuris)r
®ha faðir hans, en konan fær í þess stað erfðarjett í hans ætt. En
Sengi konan ekki manni sínum á hönd, þá var hún framvegis und-
lr valdi föður sins og átti sjálf elgur sínar, og hjet þá áfram nafni
föður s<nSi