Skírnir - 01.01.1923, Page 116
10«
Nöfnin.
[Skimir
Handgöngu hjónabönd urðu til á þrennan háct: confarreatio
'(brauðfórn œðstu presta, pontifex maximus og flamen Dialis), usus,
hefð (ef konan var svo heilt ár hjá manni sfnum, að hún var eigi
að heiman þrjár nætur í röð) og coemtlo, kaup (sbr. mey skal
mundi kaupa). Konan lót hér í ljós vilja sinn að ganga mann-
um á hönd með þessum orðum: »quando tu Gaius, ego Gaia«
(þar sem þú ert Gaius, þar em eg Gaia) og samþykkir með því,
að hún taki nafn mannsins.
Þessi siður er eldri *n hinn, og var upphaflega aimennur, en
á síöari öldum þjóðveidisins urðu hin hjónaböndin algengari og hafa
þeirri breyting valdlð fjármálin, en eigi vaxandi virðing fyrir kon-
um, enda var allur munurinn sá, að hún skifti ekki um eigendur,
þvf að hún hólt þá áfram að vera eign föður síns. Handgöngu-
hjónabönd voru þó jafnan í meiri metum, því að enginn gat orðið
pontifex maximus nje flamen Dialis, nema hann væri fæddur af
handgönguhjónum (confarreatis parentibus, Tac. Ann. IV. 16).
Nafnaskifti kvenna við gifting í ættarnafnasið nútfmans eru runnin
frá hinum fornu rómversku hjónaböndum in manus.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.
Vísa Konráös Gíslasonar.
Jeg er gimbur, jeg er timburmaður,
jeg er nimbur, jeg er von,
jeg er Imba Þorsteinsson.