Skírnir - 01.01.1923, Síða 118
108
Um Aþenuborg.
[Skirnir
matar. Legg jeg síðan af stað að litast um. Það fyrsta,
sem jeg rek augun í og mig furðar á, er það, hve hjer er
hreinlegt um að litast. Valda þar, ef til vill, nokkru um
viðbrigði frá Constantinopel. Held jeg þó að aldrei hafi
jeg sjeð hreinni hafnarborg, hver gata sópuð og þvegin.
Aðalgatan liggur í mjúkum boga fyrir botni fjarðarins,
breið og sljett. Húsin eru látlaus og snotur. Fjörug um-
ferð og hávaðasamt götulif eins og víðast i Suðurlöndum.
»Viðkunnanlegt«, segi jeg við sjálfan mig, »og ekkert þar
framyfir«. Hafði jeg þá búist við einhverju öðru? Ferða-
langinn hendir oft sá harmur að koma á helgan stað, búinn
til þess að draga skó af fótum sjer, og finna að helgispjöll
eru orðin. Iivað var hjer annað en grýttar og gráar hæðir,.
hávaðasamur bær, veltandi, æðandi þröng af vögnum og
mönnum? Á nesinu, er lykur um höfnina öðrum megin,
er grýtt og gróðurlaus hæð, lík og Skólavörðuholtið var
til útlits fyrir nokkrum árum. Þangað geng jeg upp og
sje vfir Piræus og höfnina. Þar liggja fjölmörg grísk kaup-
för aðgerðalaus og ryðbrunnin af óhirðu. Slíkt hið sama
má sjá í öllum sjóborgum heimsins þessi árin. Af hæðinni
sje jeg einnig yfir til Aþenu. Borgin er hvít eins og ull.
Akropolis er eins og rauðgrá þúst í suðaustur horni borg-
arinnar og slær fölum roðablæ á marmarann þar uppi.
Daginn eftir fór jeg til Aþenu. Er það um skamman
veg að fara, eitthvað 25 mínútur með járnbrautinni. Um
þessar mundir (í nóv. 1921) var illt til samgöngutækja
milli borganna. Járnbrautarverkfall var nýhafið og að
eins örfáar lestir sendar á dag til þess að bæta úr brýn-
ustu þörfinni. Unnu við það verkfallsbrjótar, því að
Grikkjum hefir ekki enn lærst samheldni i verkföllum,.
hvað þá heldur öðru. Með herkjum komst eg með lest-
inni, því að þröng var mikil.
Fátt sjer merkilegt á leiðinni. Landið er að vísu vin-
legra og hlýrra, er ofar dregur og mjög ræktað. Káljurtir
stóðu grænar í görðum og olívurunnar á báðar hendur.
Lestin þýtur fram hjá Faleronvíkinni. Þar er á sumr-
um fjölsóttur baðstaður og glæsileg gistihús. Jeg litast um,.