Skírnir - 01.01.1923, Page 119
Skírnir]
Um Aþenuborg.
109
hvort ekki sjái neitt af hergörðum þeim hinum fornu, er
Aþeningar höfðu gjöra látið um veginn milli borganna.
Þeirra sjer nú engin merki. I stað þess má segja að járn-
bautin sje víggirt auglýsingaspjöldum, sem reist eru á stang-
ir beggja vegna, svo sem títt er í útlöndum. Mátti þar sjá
boðinn hverskyns varning, mest tóbak og vínföng. Tvenn-
ir eru tímarnir. Fyrrum voru hjer torsótt vígi. Þau eru
nú hrunin í moldu. En margur fjandmaður Aþeninga
hneig þó í gras áður það yrði. Nú fylgir sigur vopnum
þeirra óvina, er varða veginn milli Piræus og Aþenu.
Hvítaborg mætti Aþena vel heita. Jeg þori að fullyrða,
■að hún er hvítust á yfirlit allra borga Norðurálfu. Hvert
aem litið er, er alt glóandi, glitrandi hvítt. Húsin öll bygð
af hvítum sljettum steini og eru mörg hin stærstu og hin
fegurstu klædd hvítum gljáfægðum marmara utan. Gang-
atjettarnar eru og hvítar, og alt þvegið og fágað, svo að
hvergi sjer ryk. Járnbrautarstöðin stendur við einkar
fagurt torg, er nefnist Stjórnarskrártorg. Eru þar á alla
vegu stórar og glæsilegar sölubúðir og veitingahús með
Parlsarsniði, og á torginu blómsalar hópum saraan, og á
-allar hendur þeim breiður af bláum, rauðum og hvítum
skrautblómum. — Þetta voru fyrstu kynnin, og mjer þótti
vænt um að þau voru svo hugnæm, þvi að þau skifta
jafnan miklu.
Aþena stendur í hallanum sunnan og vestan undir
Lykabettos fjallinu, en i suðausturhorni borgarinnar stend-
ur hin nafnfræga Akropolis. Liggur borgin að henni á tvo
vegu, norðan og vestan. Borgin er ekki stór, þar munu
vera nær 180 þús. íbúa. Aþena er höfuðborg gríska ríkisins.
En engi maður mundi gera sjer torsótta ferð til Aþenu fyrir
þá sök eina. Ágæti hennar er ekki þann veg tilkomið, að
seðstu stjórn landsins hefir þóknast að gera hana að aðset-
urastað sinum. Aþena er hjartastaður grísku þjóðarinnar, og
hefir verið það frá alda öðli jafnt í hagsæld sem hnignun.
Hún er minnisvarði fornrar og dásamlegrar menningar. í því
er ágæti hennar fólgið. Verður enda hvergi gengið um borg-