Skírnir - 01.01.1923, Page 120
110
Um Aþenuborg.
[Skirnir
ina svo, að ekki sjái þess merki, bæði forn og ný. Jafn-
vel göturnar bera flestar nöfn fornra mikilmenna og goða,
svo sem Sokrattsgata, Herakles vegur, Æolastræti og'
Þesevstorg. Jeg skoðaði báskólann, listasafnið, þjóðleik-
húsið og konungshöllina. Allt eru það nýjar byggingar í
gömlum stíl. Oneitanlega fagrar og ljett yfir þeim öllum,,
og hvítar eins og allt annað. Eigi að síður er þó eins og:
einnvers sje ávant í þeim öllum, þær eru ekki fremur
grísk list, en þinghúsið enska er gotnesk list. Munurinn
er að vísu hvergi svo auðsær, að á verði bent í einstökum
atriðum, en heildarsvipurinn allur fölur hjá því sem hug-
vitrir snillingar skópu fyrir hundruðum ára.
Jeg þreyttist brátt á að skoða þessa hluti. Jeg gekk
því í hægðum mínum upp að Lykabettosfjalli, eftir fáförn-
um götum milli fallegra blómgarða. Jeg var orðinn dá-
lítið þreyttur, því að sólskin var heitt um daginn. Eigi
að síður rjeðst jeg þó til uppgöngu á fjallið. Vegurinn
er eftir mjóum sniðgötum og vínekrur og olívurunnar eru
þar á báðar hendur. Kyrt var og svalt þar uppi í hlíð-
unum, enda var nú degi tekið að halla. Jeg gekk alla
leið upp á eggjar. Þar er gömul kapella, girt háum múr-
garði og þverhnípt niður á þrjá vegu. Jeg gekk inn í
kapelluna og hitti munk að máli. Hann var orðglaður
og málreifur og kvað kapellu þessa helgaða heilögum
Georgíó, sem er annar þjóðdýrlingur Grikkja. Hinn er
heilagur Nikulás. Kerti langt og grant varð jeg að kaupa
af munki, en sjálfráður var jeg þess, hverjum heilögum
til dýrðar jeg brendi því. Var þar milli margra að velja,.
því að hvergi sást til veggja fyrir dýrlingamyndum. En
fæstir voru þeir mjer að svo góðu kunnir, að jeg ynni
þeim kertisins. Loks rjeð jeg af, að láta heilaga Maríu
guðsmóður njóta góðs af þangaðkomu minni, og ljet kert-
ið á fótstalla hennar. Kvaddi jeg munkinn og gekk brott-
A leiðinni niður mætti jeg hóp hvítklæddra meyja. Voru
þær kátar, hlógu og mösuðu á hinni hljómfögru og skýru
nýgrísku, sem mjög líkist hinu forna máli, þó að í sumu
sje frábrugðin.