Skírnir - 01.01.1923, Page 121
Skirnir) Um Aþennborg. 111'
Daginn eftir árla gekk jeg til Akropolishæðar. Var
veður hið fegursta. Fanst mjer þá líkt og mælt var um
Helgafell forðum, »að þangað mætti enginn óþveginn líta«,
og að jeg væri nú að gjalda mina lotningar og þakkar-
skuld við þá ofuranda, sem í fornöld og allt til þessa hafa
borið hróður Hellena með himinskautum. Svo herma forn
munnmæli, að þjóðflokkur sá, er Pelasgar nefndust, haíi fyrst-
ir manna bygt Akropolis, hafi þeir jafnað hæðina að ofan og
bygt varnargarð um utanvert. Getur enn þá að líta nokk-
urn hluta garðs þessa, og er hann gerður af risavöxnum
björgum. í forneskju höfðu konungar hallir sínar á klett-
inum, en Peisistratos harðstjóri (561—527 f. Kr.) gjörði
þrep þau, er upp skyldi ganga á suðvesturenda klettsins
og auk þess bygði hann Aþenumusteri á hæðinni. Voru
þar í fegurstu höggmyndir þeirrar tíðar. Hafa sumar
fundist síðan, og eru þær nú varðveittar í Akropolis safn-
inu, sern er lítið hús á norðausturhorni klettsins. Litlu
fyrri en orustan yrði við Salamis (480 f. Kr.) höfðu Pers-
ar, er inn höfðu ráðist í Attíku, jafnað við jörðu musterum
öllum og minni8merkjum. Kimon og Þemistokles rjeðu
þvi, að aftur voru veggir hlaðnir um Akropolis. Ljetu
þeir til þeirrar iðju nota nokkuð af grjóti því, er í rúst-
unum lá. Skyldi það minna Aþeninga á ófarir þeirra
jafnan síðan, að ekki skyldi slíkt henda þá aftur. Þess
má enn sjá merki norðaustanvert á Akropolis. Standa
veggir þeirra Kimons enn, og eru háir mjög og hvergi
kleifir.
Veglegast mundi hafa verið um að litast á Akropolis
eftir daga Perikless. Hann var maður stórvitur og skör-
ungur og áhrifamikill um alt, er laut að veg ríkisins.
Sú var hugsjón hans að gjöra Aþenu fegursta og mesta
allra grískra borga um ailra hluta sakir, og sparði hann
til þess hvorki útgjöld nje erfiði. Honum auðnaðist og að
reisa þar byggingar þær, er alt til þessa dags hafa verið
taldar hámark fegurðar og snilli.
Nú á dögum er Akropolis og rústir þær, er í kring:
%gja, luktar hárri gaddavírsgirðingu, til varnar ágengnL