Skírnir - 01.01.1923, Page 122
112
Um Aþenuborg.
[Skírnir
manna og dýra. Innan girðingarinnar er grösugt mjög
og liggur marmarinn víða íólginn grasi. Utan girðing-
arinnar liggur breiður vegur í boga sunnan og austan-
megin hæðarinnar, en sunnan vegarins eru Pnyxhæðin
og hæð, er heitir nafni þokkagyðjanna. Við veginn
milli hæðanna er kaffihús lítið og er það kallað eftir
Sokratesi. Mundi honum þykja iítil virðing í. Andspænis
þar er hlið á girðingunni og er það vegurinn upp á Akro-
polis. Gekk jeg þar inn og eftir mjóum troðningum upp
brekkuna sunnanverða. Hafa Aþeningar hlífst við að
leggja þar veg og er það vel. Þar sem brekkan endar
taka við múrarnir. Er þar lítið hlið á og er kent við
Beulé, franskan mann, er fann það undir tyrkneskum
brjóstvirkjum. Innan hliðsins sjest enn, að höggin hafa
verið þrep í klöppina; eru það síðustu leifar gamals veg-
ar, er náði alla leið upp að miðhliði súlnahliðsins mikla.
Voru þrepin til þess gerð, að fórnardýrum þeim, er upp
voru leidd, yrði ekki fótaskortur. Þegar upp er komið
þessa leið taka við hin nafnfrægu súlnahlið (Propylea).
Veit það til suðausturs. Voru þau bygð að tilhlutun
Perikless 437. Eru þau anddyri Akropolis, og þannig
gerð að múrgöng eru og tvær hliðarálmur. Fremst standa
enn sex súlur af dóriskri gerð og eru þær digrar og viða-
miklar, taka þá við 6 ionskar súlur, þrjár til hvorrar
handar, og báru þær uppi þakið. öll er bygging þessi
af marmara gjörð. Eru nú margar súlurnar brostnar og
skældar, og þakið fallið. Tyrkir notuðu Propylea til púð-
urgeymslu, en 1656 sló þar niður eldingu og varð spreng-
ing mikil og hrundi þá byggingin.
Þegar kemur inn fyrir Propylea og upp á sjálfan
klettinn, er eyðilegt um að litast. Hvarvetna liggja
brotnaðar súlur og stór marmaralög, og á hvert sína sögu.
Jeg tók lítinn marmarastein og hafði á brott með
mjer og liggur hann nú hjer á borðinu. Tók jeg hann
við eina af súlum þeim, sem fallið hafa úr þeirri byggingu
Akropolis, er frægust og fegurst þykir allra, og er það