Skírnir - 01.01.1923, Síða 123
Skírnir] Um Aþennborg. 118
Parþenon, en það þýðir meyjarmusteri, og var musteri
þetta helgað Aþenu, en hún var mey (Aþena Parþenos).
Var musteri þetta einnig gert að tilhlutun Perikless.
Fekb hann til þess smíðis þá Iktinos og Kallikratea og
hinn víðfræga hóggmyndasmið Feidias, er var mikill
vinur hans. Er það mála sannast, að fátt rauni fegurra
vera af steini gjört en musteri þetta, þótt nú sje mjög
hrunið. Ber það mest til, hve hárnákvæmt samræmi þar
er í hverjum hlut, línur allar hreinar og heildarsvipurinn
fullkominn. Um musterið stóðu 46 súlur, 8 fyrir hvorum
gafli og 17 til hvorrar hliðar, ef taldar eru hornsúlur
tvisvar. Eru súlur þessar full 30 fet á hæð, en 6 í þver-
mál neðantil. Að innanverðu var musteri þessu skift með
skilvegg í tvo hluta misstóra. Vesturhlutinn, sá er
minni var, var notaður sem fjehirsla og dýrra gripa.
Austurhlutinn var helgidómur, helgaður gyðjunni Aþenu
Parþenos. Stóð þar á stalla miklum ferhyrndum líkneski
gyðjunnar, 30 feta hátt. G-jörði Feidías það af gulli og
fílabeini og þótti það dásamlegast verka hans. Nú er
það löngu týnt.
Svo mátti sogja, að bygging þessi væri þakin lista-
verkum, hvert sem litið var. Myndir úr sögu þjóðarinnar
og borgarinnar voru höggnar hvarvetna á staflægjur og
stalla. Ennfremur myndir úr goðsögum og helgum fræð-
um. Á austurstaflægjunni voru festir skildir þeir, er
Alexander mikli gaf musterinu í þakklætisskyni fyrir sig-
urinn við Granikos. Parþenon liefir átt við misjafnan hag
að búa. Eitt sinn var það kristin kirkja, þá var það
prýtt helgra manna myndum og sjást þess enn merki.
•Seinna breyttu Tyrkir Parþenon í moské og er það ekki
einsdæmi, að guðskristni hafi þannig orðið að þoka fyr-
ir Allah. Þeir bygðu turn í suðausturhorninu, og stendur
hringstigi sá, er var í turninum, enn þann dag í dag.
1687 notuðu þeir það sem vopnabúr. Sátu þá Ven-
ezíumenn um Akropolis og skutu á það sprengikúlum.
Síðan er fátt að sjá fornrar dýrðar. Súlurnar standa þó
enn, tignarlegar sem fyr, og hrópa til himins um skam-
8