Skírnir - 01.01.1923, Side 124
114
(Jm Aþennborg.
[Skirnir
sýni og fávisku þeirra, er dirfðust að fórna dýrlegu lista-
verki á altari stundarhagnaðar. En þrátt fyrir það, er
ekki alt horfið. Af hinum fornu höggmyndum sjást þó
enn á vesturgafli nokkrar menjar. Það eru höfuðin á
hestum Helioss (sólar), er hann brunar á himinn upp, og
höfuðin á hestum þeim, er ganga fyrir vagni Selene (tungls-
ins), er þeir hníga í sjó fyrir hækkandi degi. Mjer dettur
í hug máninn í tyrkneska fánanum. Nú er hann að
hníga fyrir hækkandi sól.
Norður af Parþenon er Erechþeion, er þótt hefir hið
skrautlegasta af grískum hofum. Var það bygt um 400
f. Kr. af marmara, svo sem annað allt. Að lögun er það
mjög ólíkt öllum öðrum hofum Forngrikkja, því að utan
sjálfs musterisins voru tvö anddyri er vita til norðurs og
suðurs. Það er til norðurs veit, er óviðjafnanlegt að feg-
urð. í stað súlna eru þar sex kvenlíkneskjur, er bera
þakið á höfðum sjer. Nefnast líkneskjur þær Karyatides
og skyldu þær tákna meyjar þær, er á hátíðum gengui
með fórnir upp á Akropolis. Báru þær fórnirnar, sem
voru bióm í körfum, á höfðum sjer. Samræmið í líkneskj-
um þessum þykir einsdæmi. Stíga þrjár fram hægri og
þrjár vinstri fæti. Nokkuð eru andlitsdrættir máðir, svo-
sem vænta má, þar sem þær hafa staðið þarna í hálfan
þriðja tug alda. Eina af þessum likneskjum tók Lord.
Elgin og flutti til Euglands. í hennar stað stendur eftir-
gerð mynd af leir.
Á stað þeim, er Erechþeion stendur, herma fornar
sögur, að barist hafi Poseidon sjávarguð við Pallas Aþenu
um yfirráð yfir Aþenuborg.
Má enn sjá í klettinum holur þrjár misstórar og eru
þær svo tilkomnar, að Poseidon stakk þar niður þrífork
sínurn og spratt þar fram lind, sem nú er þornuð. Þar
rjett hjá gróðursetti Aþena olívutrje, en eigi vita menn
nákvæmlega, hvar það var. Var olían af trje því notuð
í lampa þann, er Kallimachos gjörði af gulli. Brann sá
lampi eilíflega fyrir framan líkneski Aþenu, er í hofinui