Skírnir - 01.01.1923, Side 125
Skirnir]
Um Aþennborg.
115
atóð. Var það líkneski af trje gjört og svo gamalt, að
enginn kunni að greina aldur þess. Það var almenn trú
manna, að það hefði fallið af himnum ofan.
Ýmsar breytingar hafa á liðnum öldum orðið á
Erechþeion. Á dögum Miklagarðskeisara var því breytt
i kirkju, en Tyrkir gerðu það að kvennabúri. 1827 skutu
Tyrkir á það sprengikúlum og hrundi það þá til grunna.
En litlu eftir síðustu aldamót var það reist að nýju upp
úr gömlu brotunum sem fallið höfðu. Svo er og um Par-
þenon. Margar súlur, sem fallnar lágu, hafa verið reistar
og «r enn unnið kappsamlega að því að reisa þær, sem
enn liggja, en þær eru margar. Er það mikið verk og
erfitt, því að ^björgin, sem þær eru gerðar af, eru svo
þung, að fullerfitt reynist að lyfta þeim, jafnvel með ný-
tisku vjelum. Má nærri geta, að erfitt hefir verið að
vinna við byggingar þessar í fornöld. En erfiðið gleym-
ist og frægðin lifir. Enginn miunist nú þeirra þúsunda
af þrælum og akneytum, sem barðir voru til þessarar
vinnu, sem þeir ekki skildu, að væri til annars en að auka
á eymd þeirra og þrautir. En nafn Perikless lifir svo'
lengi, sem hjer sjer stein yfir steini.
Margt er enn á Akropolis fornmenja, en það er nú
alt í rústum, súlnabrotin liggja alstaðar. En maður þreyt-
ÍBt líka á því að skoða það, sem fornmenn hafa vel gert.
•leg varð þreyttur og settist á stein og virti fyrir mjer
útsýnið, sem er dásamlega fagurt, svo að ekki má orðum
lýsa. Alt í kring eru gamlar rústir og fornhelgir staðir.
Er Aresarkletturinn rjett fyrir neðan. Þar boðaði Páll
postuli Aþeningum rjetta trú. Eru höggin þrep i sjálfan
klettinn og upp þau þrep hefir hann gengið. Fyrir neð-
an hæðina að austanverðu er Dionysos leiksviðið, þar sem
hinir fornu Aþeningar sátu í marglitum fötum á marm-
arabekkjum og horfðu á leiki þeirra Aristofaness og
Sofokless. Lengra burtu tekur við Attiku sljetta, fögur
°S írjósöm, og blátt hafið. En í vestri sjest Salamis og
fjöllin í fjarska.
8*