Skírnir - 01.01.1923, Page 126
116
Um Aþenuborg.
[Skírnir
Þegar komið var að kvöldi, gekk jeg niður af Akro-
polÍB sömu leið og jeg kom, brott frá þessura forn-helgi-
stöðum og niður í iðandi borgina. — Jeg kom þar mörg-
um sinnum aftur. Þar er æfinlega fjöldi fólks, sjerstak-
lega á sunnudögum. Kemur það til þess að njóta góða
veðursins. Fullorðna fólkið liggur milli steinanna og jetur
appelsínur, en krakkarnir fara í feluleik, því að nægir
eru felustaðirnir í hinum fornu hofum.
Seinna skoðaði jeg marga aðra forna hluti, svo sem
Zevs mu8terið mikla, sem kallað var 8. furðuverk heims-
ins. Af því standa nú aðeins 15 súlur, allar svo stðrar
og miklar að firnun sætir. Tyrkinn braut musteri þetta
og bræddi steinlím úr marmaranum. Sömu voru örlög leik-
vallarins mikla, sem Lykurgus ljet byggja um 350 f. Kr.
En grískur stórkaupmaður í Alexandríu, er Averoff hjet,
ljet endurreisa hann árið 1894 nákvæmlega eins og
hann var í fornöld. Er hann allur úr marmara og eru
þar sæti fyrir 60 þúsundir áhorfenda.
Flest þau listaverk forn, sem fundist hafa í Grikk-
landi, varðveitast í forngripasafninu í Aþenu. Þar eru
merkastir þeir hlutir, er Schliemann fann við Mykæne 1879.
Um Aþenu er óþarfi að fjölyrða meir, til allrar ham-
ingju fyrir hinn þreytta lesara.
Þeim, sem ekki þekkja, myndi oflof þykja, en þeim,
sem horft hafa af Akropolis á einn hinn fegursta stað á
jörðu hjer, er eigi þörf lýsinga.