Skírnir - 01.01.1923, Page 127
Fæðingarár Jóns byskups Arasonar-
Eftir Pál Eggert Ólason.
í 94. árgangi Skírnis, bls. 19—26, befir hr. Kl. Jónsson
ritað grein um þetta efni, með fyrirsögn: »Hvenær er
Jón Arason fæddur?« Tilefni greinarinnar var það, að
eg hafði í bók minni um Jón Arason getið neðanmáls um
þá tilgátu Árna Magnússonar, að Jón kynni að vera fyrr
fæddur en almennt hefir verið talið (1484), en látið málið
órannsakað að öðru leyti. En niðurstaða hr. Kl. J. var
sú, að Jón byskup myndi fæddur allt að því tíu árum
fyrr en talið hefir verið, eða einhvern tíma á árunum
1474—8.
Annars vegar hafði eg að gefnu tilefni um líkt leyti
birt grein um sama efni i 15. árgangi Lögrjettu, 3. og 4.
tölubl, og hallazt þar að hinni upphaflegu og elztu skýrslu
um fæðingarár Jóns byskups, sem runnin er frá sonar-
syni hans, Magnúsi Björnssyni á Grund.
Eins og menn sjá, er hér hvorki um stórmál né til-
finningamál að ræða, en þó afsakanlegt, að eytt sé fé og
tima í rétting þess, með því að slíkt stórmenni á í hlut
sem Jón byskup Arason.
Meginstoðir hr Kl. J. undir vefengingu hans á fæðing-
arári Jóns byskups, eins og það hefir almennt verið hald-
iö hingað til, eru tvær, ákvæðin um vígslualdur presta
1 kaþólskum sið annars vegar og dómsbréf nokkurt, sem
talið hefir verið frá 1502, hins vegar. Skulu þær nú at-
hugaðar hvor í sínu lagi.
I- Það stingur auðvitað í fljótu bragði nokkuð í augu,
vigslualdur presta samkvæmt kristinrétti kaþólskra
uianna var 24 ár. Hr. Kl. J. tekur þetta bókstaflega og