Skírnir - 01.01.1923, Síða 128
118 Fæðingarár Jóns bysknps Arasonar. [Skirnir
segir: »Þar sem Jón Arason þannig er orðinn prestur
1502, getur hann eigi verið fæddur síðar en 1478«.*) Eg
ætla með hr. Kl. J. i bili að taka það gilt, að Jón Arason
hafi verið prestur orðinn 1502, en mun athuga það sér
siðar í þessari grein. Hér verður þá að eins um að ræða
rannsókn á þvi, hvort maður, sem fæddist 1484 geti verið
orðinn prestur árið 1502, þ. e. 18 ára gamall Eg hafði
í Lögréttugrein minni, er fyrr var í vitnað, nógsamlega
sýnt fram á það, að svo gæti verið, en mun nú herða
enn betur að þvi.
Eins og alkunnugt er, voru páfarnir stjórnendur
kristninnar með svo ríku valdi, er tímar liðu, að þeir
voru metnir yfir settir kirkjulögin. Komst i venju, að
þeir veittu undanþágur frá ýmsum hömlum kristinréttar-
ins, t. d. vígsluskilyrðum klerklegra manna, hjúskapar-
meinbugum o. s. frv., jafnvel þótt í lögum fornkirkjunnar
væri svo til ætlað, að ákvæðin væru fortakslaus með öllu.
öllum sögufróðum mönnum eru kunn dæmi þessa, svo að
ekki þarf að fjölyrða um það. En þeir, sem vilja, geta
slegið upp Glossarium mediæ et infimæ Latinitatis eftir
du Cange, II. bindi, bls. 881; þar eru tilfærð greinilega
ummæli kaþólskra kirkjuréttarfræðinga, sem sýna þetta
sama.
En nú myndi það hafa orðið ókleift erfiði páfunum
annars vegar og óhagræði hið mesta almenningi hins veg-
ar, ef hlaupa hefði þurft til páfans úr öllum löndum
kristninnar með allt slíkt snatt um undanþágur. Til hag-
ræðis almenningi fálu því páfarnir umboðsmönnum sinum
um tiltekin svæði úrlausn ýmissa mála, er undir páfa
lágu (causæ papales), og vald til þess að veita undanþág-
ur (dispensationes), að minnsta kosti frá hinum smærri
hömlum Slíkt umboð hafði erkibyskup í Niðarósi óslitið
frá 1437 um erkibyskupsdæmi sitt. Nú hagaði svo til hér
á íslandi, að erfiðlega gat veitt um að ná til erkibysk-
ups í hentugan tíma. Það var því nærgætni við almenn-
‘) Skímir bls. 23.