Skírnir - 01.01.1923, Side 129
Skirnir]
FæðÍDgarár Jóns byskups Arasonar.
119
ing úti á íslandi að veita byskupum landsins vald til
þess að koma fram fyrir hönd erkibyskups í ýmsum mál-
um, er páíi hafði veitt honum umboð yflr. Þessa eru og
dæmi. Erkibyskup veitti íslenzkum byskupum umboð,
ekki einungis í þeira málum, er undir hann heyrðu bein-
iínis, heldur og þeim, er hann hafði í umboði páfa. Til
elíkra umboðsmanna erkibyskups má telja Olaf byskup
Rögnvaldsson1), Jón byskup Arason2 3) og ögmund byskup
Pálsson8). Ekki hefl eg beinlínis fundið í skjölum, að Gott-
skálk byskup Nikulásson hafi haft eða fengið þvílíkt um-
boð, en vel gæti hann hafa haft það fyrir því, er og ekki
annað sannlegra um svo kynstóran mann og mikilfengan.
En það, sem mestu skiptir í þessu máli, er það, hvort
gögn megi færa fram um það, að 18 ára gamlir
menn eða svo hafi tekið prestsvígslu í byskupstíð Gott-
skálks Nikulássonar. Og þau gögn eru til, sem nú skal sýnt.
í skjali einu óprentuðu Ólafs byskups Hjaltasonar, sem
dagsett er að Hólum 12. júlí 1561, segist hann með þess-
um orðum hafa verið prófastur í Húnavatnsþingi «fimm
samfelld ár fyrir utan kvíslir í byskups Jóns tíð (góðrar
minningar); hafði eg þá sjö um tvitugt, er eg við því pró-
fastsdœmi tók , Er eg nú sextigi ára og nokkuru
betur*4). Veitingarbréf Ólafs byskups fyrir prófastsdæmi
um Húnavatnsþing er dagsett 20. júli 1527, og er það
óyggjanlegt; sjálft frumritið er enn til á skinni5 * *). Eftir
þessu er þá Ólafur byskup Hjaltason fæddur annaðhvort
árið 1500 eða 1499. Nú segist hann \era sextigi ára »og
nokkuru betur« 12. júlí 1561, svo að eftir því ætíi hann
•að vera fæddur einhvern tima á bilinu frá 12. júlí 1500
‘) Dipl. Isl. V. nr. 549 (bls. 606-7).
2) Menn og menntir siðskiptaaldarinnar I. bls. 242.
3) L. c. II. bls. 214.
4) Bréf þetta er að finna í skjalabögglum Árna Magnússonar, AM.
-ápogr. 1030. Eg rannsakaði bögglana í fyrra snmar, en hafði, því
iniður, ekki haft tök á þvi að kynna mér þá áður. Má eftir þessu
lagfæra það, sem sagt er um aldur Olafs byskups í Menn og menntir
-II. bls. 478.
') Dipl. Isl. IX. nr. 348 (bls. 420-2).