Skírnir - 01.01.1923, Síða 130
120 Tæðingarár Jóns byskups Arasonar. [Skirnir
til 12. júlí 1501, svo framarlega sem orðin »nokkuru bet-
ur« tákna ekki meira en part úr ári.
En hvenær varð þá Olafur byskup prestur? Ekki þarf
að fara í grafgötur um það. í þrem skjölum1) vorið 1517 (6.
maí, 12. maí og 16. júní) er Olafur Hjaltason talinn til
presta Hólabyskupsdæmis og er í tveim þeirra meira ab
segja í tölu dóraanda í prestadómi; eitt þessara skjaia er
frumrit á skinni og því öldungis óyggjanlegt.
Eftir þessum gögnum er þá öllum auðgert að fara
nærri um aldur Óiafs byskups, er hann tók prestsvigslu.
Annað dæmi í sömu átt frá sömu tíð má enn nefna,
en það er sira Þorsteinn Gunnason, allmerkur maður,
prestur síðast að Þingeyraklaustri. í vitnisburði einum,
dags. að Þingeyrum 24. ágúst 1574, segist síra Þorsteinn
hafa tekið prestsvígslu 18 vetra gamall. Eru orð hans
svo um þetta: »Svo felldan vitnisburð ber eg Þorsteinn
prestur Gunnason8), að þá eg fyrst þingaprestur var í
Eyjafirði, í Miklagarði, á Grund og á Hrafnagili, var eg
xviij vetra í tíð byskups Gottskálks, góðrar minning-
ar . . . .«B). Því má bæta hér við, að í öðru vitnisburð-
arskjali óprentuðu, sem út er gefið að Holtastöðum í Langa-
dal 13. nóv. 1579, segist síra Þorsteinn hafa einn um átt-
rætt4). Kemur allt vel heim, þó að síra Þorsteinn komi
fyrst við skjöl í tölu presta nyrðra eftir dauða Gottskálks
byskups, eða í gerningi, dags. 22. dezbr. 15206).
Af þessum dæmum má mönnum vera það ljóst, að á
byskupsárum Gottskálks Nikulássonar gátu menn tekið
prestsvigslu innan við tvítugt, jafnvel 18 vetra gamlir,
svo að í sjálfu sér getur það vel farið saman, að maður,
sem fæddur er 1484, sé prestur orðinn 1502.
‘) Dipl. Isl. VIII. nr. 469 (bls. 611—12); nr. 471 (bls. 615-19);
nr. 480 (bls. 629—31).
*) Yitnisburðnrinn er að eins til i eftirriti, og af þekkingarleysi
skrifarans hefir föðurnafnið orðið „Gunnarsson11.
*) Alþb. ísl. I. bls. 363-4.
*) AM. Pasc, lvij, 36; sbr. AM. Apogr. 4888.
‘) Dipl. Isl. VIII. nr. 578 (bls. 767—8).