Skírnir - 01.01.1923, Page 131
Skirnir]
Fæðingarár Jóns byskups Arasonar.
121)
II. Allt annað mál er það, hvort Jón byskup Arason
haíi verið prestur orðinn árið 1502. í bók minni um Jón
byskup hafði eg beinlínis talið hann prestvígðan árið 1507
og í Lögréttugrein minni, er áður var getið, hafði eg ve
fengt sterklega dómsbréfið frá 1502. Allt reynist og þetta
vera svo sem eg hefi haldið fram áður.
Skemmst er af að segja, að dómsbréf það. er fyrst
getur við Jóns Arasonar og menn hafa talið vera frá 1502,.
hefir aldrei til verið; bréfið er frá 1517.
En þá fellur og allt í ljúfa löð; þá er ekki .að undra,
þótt Jón Arason sé talinn upp fyrstur prestanna, næstur
á eftir ábótunum; sæti hans var þar samkvæmt stöðu og
virðingum, er hann hafði þá hlotið.
En hversu má þetta vera, munu menn spyrja. Því er
fljótsvarað. Nálægt 1693 lét Einar byskup Þorsteinsson
Sigurð son sinn, siðar sýslumann (lögsagnara) að Geita-
skarði, skrifa upp ýmis skjöl stólsins, eldri og yngri, í
eina bók; er sú bók til vel varðveitt í Þjóðskjalasafni
(Bisk. 2, fol.). Sigurður var góður skrifari, en ekki alls
kostar öruggur í lestri skjala þeirra, er hann ritaði upp.
Kemur það fram víða, þar sem frumskjölin eru enn til.
Einmitt í þessari skjalabók er dómsbréfið, sem talið hefir
verið frá 1502, eins og stendur skýrum stöfum í bréfinu
sjálfu. En nú vill svo vel til, að einmitt að þessu eft-
irriti er til frumskjalið sjálft, innsiglað skinnbréf;1) er það
dómur dæmdur að Víðivöllum »á miðvikudaginn næstan
fyrir Hallvarðsmessu® árið 1517, en innsiglaður á Hólum
»in die Medardi et Gillardi episcoporum et confessorum«
sama ár. í þessu bréfi hefir Sigurður mislesið ártalið,.
sett »1502« í stað 1517, og enn fremur nafn þess manns,
er dómurinn gekk um (sett »Sveins« í stað Sæmundar).
I frumskjalinu er ein ritvilla (»optabeizt« fyrir optla beizt);.
hefir Sigurður lent þar í vandræðum, en skringilega bjarg-
að sér með því að lesa »opinberad«, og er ekkert vit í
b Það hefir komizt úr vörzlum Hólastóls i hendur Árna Magnús-
sonar og er nú i Árnasafni, AM. Fasc. xliij, 8.