Skírnir - 01.01.1923, Síða 133
Skirnir]
Fæðingarár Jóns bysknps Arasonar.
123
son og Benediktsson, svo að menn hafi, er frá leið,
blandað þeim saman. Vitanlega getur ekki komið til
mála, að Jón Arason hafi verið í skóla á Munkaþverá
á dögum Einars Isleifssonar. Hitt er annað, að Jón hefir
notið þessa frænda sins hjá ábótum og munkum þar síðar.
Og við Einar ábóta Benediktsson eiga að sjálfsögðu orð-
in í ritgerð Odds byskups Einarssonar, um stuðning við
Jón svo langt, að hann hafi komið Jóni á framfæri við
Oottskálk byskup, þótt ekki nefni Oddur byskup þar föð-
urnafn ábótans og jafnvel þó að hann nokkurum línum
framar hafi nefnt Einar ísleifsson í því samhengi, að ekki
«é beinlínis óhugsanlegt, að Oddur byskup hafi ætlað, að
hér væri um einn og sama mann að ræða.1) Er og ekki
fráleitt, að báðir ábótarnir með þessu nafni hafi verið
skyldir Jóni byskupi.
Ekki mun þurfa að skyggnast langt um til þess að
sjá hálfsjötuga menn lotna í herðum og hvíta fyrir hær-
um; er og ekki óeðlilegt, að menn, sem ekki hafa lifað i
hóglífi, eldist og slitni um aldur fram, en slíkt harðrétti
hafði Jón byskup þolað í æsku, þær svaðilfarir farið og
erjur átt, að engan þarf að kynja það, að hann kallar sig
síðasta ár ævinnar gamlan og mæddan af elli, þótt hann
sé þá 66 ára gamall.
Enga undrun þarf það heldur að vekja, þótt þau
Jón byskup og Helga á árunum 1507 (eða 1508) til 1519
«ignist 9 börn; ekkert óeðlilegt er við þann barnafjölda
foreldra á blómlegasta skeiði. Má menn og samtímis
reka minni til þess, hve frjór sá kynstofn var og kröft-
ugur, er af þeim Jóni byskupi var kominn. Þekkja og
allir frjósemina í föðurætt Helgu, þeir sem kannast við
föðurföður hennar, síra Sveinbjörn Þórðarson í Múla.
Alveg fellur og um koll tilraun hr. Kl. J. til ákvörðunar á
aldri barna Jóns byskups. Hann telur Ara, sem var elzt-
ur, fæddan árið 1504. En ári var einmitt fæddur 1508.
Þetta. sést bezt á því, að Ari fer fyrst með umboðsstörf
*) Bps. Bmf, II bls. 326.