Skírnir - 01.01.1923, Side 134
124
Fæðingarár Jóns bysknps Arasonar.
[Skírnir-
föður síns í Vaðlaþingi 1528.‘) Eftir Jónsbókarlögum
voru menn fullveðja til dómarastarfa tvítugir. Það þarf
engum getum um það að leiða, að Jón byskup befir ekki
dregið að nota jafnvitran og jafnágætan ínann sem Ara
son sinn lengur en hann mátti. Og það var einmitt það
meðal annars, sem olli mótstöðunni gegn því, að Ari yrði
lögmaður 1529, að mönnum þókti hann ungur, nýskriðinn
yfir aldurstakmarkið; 25 ára gömlum manni myndi ekki
um þessar mundir hafa verið viðnám veitt sökum þroska-
leysis fyrir æsku sakir. Erlendur lögmaður Þorvarðsson
getur t. d. ekki hafa verið stórum eldri, er hann tók vib
lögmannsdæmi (1521)- Ríkilátir höfðingjar fóru lítt eftir
aldri manna og lífsreynslu í þá daga; þeir létu sér nægja,.
ef aldursskilyrðunum var fullnægt.
Eftir þessu lagfærist það, sem hr. Kl. J. segir um
aldur annarra barna Jóns byskups. Það stendur og ský-
laust í vígslubréfi síra Magnúsar, sonar Jóns byskups, að'
hann sé vígður með undanþágu2), og á hún að sjálfsögðu
við aldursleyfi, auk skírgetnaðar, sem fá varð til handa
öllum sonum prestvígðra manna í kaþólskum sið, þeim
er í prestastétt gengu.
Eg býBt ekki við því, að eftir því, sem nú hefir verið-
tínt til, geti nokkur verið í vafa um niðurstöðuna, og
skal þvi ekki fara fleiri orðum um efnið.
Að eins skal eg geta þess, að eg hafði ekki hugsað
mér að birta þessar athugasemdir fyrr en í viðaukum í
síða8ta bindi ritsins Menn og menntir siðskiptaaldarinnar;
ritdeilur um ekki veigameiri efni en ártöl og því um líkt
virðast tæplega geta verið til mikilla nytja, þótt oft kunni
með að slæðast nokkur fróðleikur almenns eðlis. En með
því að svo virðist sem sumir fræðimenn séu nú farnir að
hallast að skoðun hr Kl. J., hefir þókt rétt að birta þess-
ar athuganir á sama véttvangi sem hann; var og grein
‘) BB. Smævir I., bls. 182, kveður svo ríkt að orði, að bann kaill-
ar þetta „víst“, svo að hann hefir haft óvefengjanleg gögn fyrir þvi.
J) Dipl. Isl. IX, nr. 480 (bls. 579—80).