Skírnir - 01.01.1923, Side 137
Skirnir]
Louis Pasteur 1822—1922.
127’
uppgötvana eru þess eðlis, að hver ein fyrir sig nægði
til þess að varðveita nafn hans um aldur og æfi. Pasteur-
hefir gjört uppgötvanir, sem hafa varanlegt gildi í krist-
allafræði, efnafræði, jurtafræði, í landbúnaðarfræði, í iðn
aði, lífeðlisfræði, mjólkurfræði, sjúkdómafræði og heilsu-
fræði. En ekki er um það minna vert, hve mikil hvetjandi
áhrif hann hafði á öðrum sviðum. öll nútímans gerla og
og blóðvatnsfræði og meðferð sára á beinlínis og óbein-
línis rót sína að rekja til hans, að mestu leyti.
Það er nú bæði ljett og erfitt að lýsa mikilmennum,
alt eftir því, hvernig á er litið. Ljett að því leyti, að
altaf má eitthvað um þau segja, hitt er erfiðara að velja
svo efni, að áheyrendur fái í stuttu erindi hugmynd um
manninn. Þótt lýst sje starfsemi mannsins og áhrifum
hennar, þá er þó eftir persónan sjálf, sem er bak við
starfsemina, persónan með sínum eiginlegleikum og sjer-
einkennum, og loks umhverfið og áhrif þess. En þá fyrst
er lýsing fullkomin, er alt þetta er athugað og sett í rjett
samband innbyrðis hvað við annað og sýnd gagnkvæm
áhrif. Jeg ætla að velja mjer ljettasta hlutverkið og lýsa
aðeins störfum Pasteurs og áhrifum þeirra, eftir því sem
tími endist til. Og þá sjerstaklega þvi, sem snertir mína
eigin grein, læknisfræðina. En hjer eru þó nokkrir erfið-
leikar á. Störf Pasteurs liggja fyrir utan það svið, sem
þorri manna fæst við daglega, og því er erfitt að gefa
góða hugmynd um þau,
Jeg skal þá fyrst í stuttu máli skýra frá aðalæfivið-
burðum Pasteurs, og á eftir tala um störf hans. Það verð-
ur einföld frásögn. Pasteur þarf ekkert lof.
Louis Pasteur er fæddur 27. des. 1822 í litlum bæ,.
sem heitir Dole í Jurafylkinu á austanverðu Frakklandi.
Faðir hans, Jean Joseph Pasteur, var sútari og af lágum
stigum. Ættfeður hans voru handiðnamenn og ánauðugir,
nokkurskonar þrælar greifa nokkurs d’Udressier. 1763
keypti langafi Pasteurs sjer frelsi. Hann, afi og faðir
Pasteurs voru allir sútarar, hver fram af öðrum. Faðir
Pasteurs, f. 1791, misti foreldra sína á unga aldri og var-