Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 138
128
Louis Pasteur 1822—1922.
[Skírnir
alinn upp af frændfólki sínu. 1811 gekk hann í herinn og
var 1812—13 i herdeildinni, sem þá var á Spáni í lok
Napoleonsófriðarins mikla og lenti þar í miklum mann-
raunum, en gat sjer góðan orðstir og varð undirliðsfor-
dngi. Hann var og með í ófriðnum 1814, þegar banda-
menn ráku Napoleon frá völdum. Var hann þá send-
ur heim. Tók hann svo þar upp sútaraiðn eins og faðir
hans og kvæntist nokkru síðar konu af góðum borgara-
ættum. Hann virðist hafa verið mjög vandaður og
merkur maður að ýmsu leyti. Hann reynir fram á gam-
als aldur að fylgjast með starfi sonar síns og fær hjá
honum ýmsa fræðslu brjeflega, til þess að geta kent dætr-
um sinum. Er mjög merkilegt að sjá brjefaviðskifti feðg-
anna um eitt og annað; sá gamli spyr, en ungi Pasteur
fræðir. Hafði gamli Pasteur mestu mætur á syni sínum og
gerði fyrir hann alt, sem í hans valdi stóð. Sútaraiðn
hans var ekki stærri en svo, að öll fjölskyldan vann að
henni. Þó hefir hann verið sæmilega efnum búinn, sem
sjá má af biðilsbrjefi Pasteurs 1848. Þar segir Pasteur,
að faðir sinn muni eiga alt í alt hjer um bil 50,000 fr.
Er gamla Pasteur annars lýst svo, að hann hafi verið fá-
mæltur, og dulur í skapi og þunglyndur, átti fáa en góða
vini. Kærasta skemtun hans var að lesa um frægðar-
daga Napoleons, það hefir farið fyrir honum eins og flest-
um öðrum hermönnum Napoleons, þeir gátu ekki gleymt.
Meðan Pasteur var kornungur, fluttu foreldrar hans til
Marmoz og þar ólst Pasteur upp. Er ennþá sýnt húsið, þar
sera hann bjó og kallað Pasteurshúsið. Þegar hann var orð-
inn fullorðinn, bjó hann þar löngum í tómstundum sínum.
Faðir Pasteurs dó 1865. Þarna ólst nú Pasteur upp i föður-
húsunum og fjekk fyrstu fræðslu þar í barnaskóla. Síðar
var hann látinn ganga á lærða skólann í Besan^on. og
tók þar loks stúdentspróf 1842, tvítugur að aldri. Hafði ver-
ið sendur til Parísarborgar í skóla, en leiddist þar svo
mjög, að faðir hans tók hann heim aftur. Iðraðist Pasteur
þess lengi síðan, að hann hefði ekki sýnt meiri skapfestu.
Seinþroska og enginn sjerlegur námsraaður virðist Pasteur