Skírnir - 01.01.1923, Page 139
Skírnir]
Louis Pasteur 1822—1922.
129
hafa verið á þessum árum. Við stúdentsprófið var hann
15. af 22 og fjekk 3 í efnafræði, sem hann þó síðar gjörði
að aðalnámsgrein sinni. 1843 kemur hann til Parísar-
borgar og gengur þar á l’Ecole normale og stundar efna-
fræði. Skiftir þá alveg um. Þá er hann bæði framúr-
skarandi iðinn og duglegur. Föður hans, sem altaf fylg-
ist nákvæmlega með störfum hans, þykir nóg um, hvað
mikla vinnu hann leggur á sig og hvetur hann oft
til þess að taka sjer frístundir. Sömuleiðis skrifar hann
skólabróður Pasteurs og biður hann að fá Pasteur til þess
að hlífa sjer, með þessu áframhaldi ofbjóði hann sjer og
eyðileggi heilsu sína.
Það kom líka brátt í ijós, að Pasteur tók skjótum fram-
förum og kennarar hans fengu mikið álit á honum. 1846
verður hann aðstoðarmaður við skólann. Fer hann þá
þegar að gjöra sjálfstæðar rannsóknir. 1848 birtist fyrsta
greinin eftir hann; er hún um kristalmyndan brennisteins.
Sama ár, en nokkru síðar, kom önnur grein, um vínsýru,
sem vakti mjög mikla eftirtekt vísindamanna. 1848 er
hann gjörður kennari í efnafræði við skóla í Dijon, en leið-
ist þar, þykist ekki geta starfað að rannsóknum sínum
nægilega, og er fyrir tilstyrk vina og kennara sinna í
París fluttur til Strassburg eftir fáa mánuði 1849. Er þar
prófessor í efnafræði til 1854. Heldur þar áfram rann-
sóknum sínum á vínsýru og kvongast dóttur háskóla-
skólakennara (Marie Laurent). Síðan fer hann til Lille
■og er þar kennari frá 1854—1857, flytst þá til Parísar-
borgar og verður forstjóri við sinn gamla skóla l’École
normale. 1867 varð hann kennari í efnafræði við Sorbonne-
háskólann. A seinni árum hans voru honum sýnd ótelj-
andi heiðursmerki bæði á Frakklandi og erlendis. 1873 er
hann gjörður meðlimur í læknafjelaginu í París. 1875
veitir franska þingið honum í heiðursgjöf 12000 fr. á ári,
var það seinna hækkað upp í 25000 fr. 1881 er hann
gjörður að fjelaga í Academie fran§aise, og er það æðsta
virðing, sem Frakkar geta veitt visinda- og listamönnum
1888 er vígð Pasteursstofnunin, sem eingöngu var
9