Skírnir - 01.01.1923, Side 141
Skírnir]
Louis Pasteur 1822 -1922.
131
saka víngerðina í þrúgusafanura. Um leið og þær tím-
gast og vaxa, orsaka þær klofnun þrúgusykursins, sem er
í safanum frá vinberjunum og myndast þá kolsýra og
alkohol. Áður höfðu menn alt aðrar skýringar á þessu,
En Pasteur gerði meira. Hjer kom strax í ljós skarp-
skygni hans, að sjá undir eins, hvaða afleiðingar og nota-
gildi uppgötvanir hans höfðu, hvaða gagn mætti verða að
þeim í daglegu lífi manna. Þetta kemur alstaðar fram í allri
hans vísindastarfsemi. Svo var mál með vexti, að vinin
vildu oft skemmast bjá bændum og bakaði það þeim stórtjón
árlega, svo miljónum skifti. Pasteur sýndi frara á það, að
þessi skemd stafar af því, að skaðlegar smáverur kom-
ast í vínlöginn, og hann kendi mönnum jafnframt að þekkja
þær frá þeim nytsömu og rjettu. Sömuleiðis sýndi hann
fram á, að gerð í öli orsakast af smáverum. Ef ölið verð-
ur slæmt, þá er það lika af því að skaðlegar smáverur
komast í það. Hann sýndi og, hvernig mætti verjast þess-
um skemdum, hvernig mætti fá hreint ölger. Með því að
hita bæði vínlöginn og öllöginn upp i 60° eyðileggjast
skaðlegu gerlarnir, en þeir gagnlegu halda sjer. Er það
síðan kölluð Pasteurs hitun, ef vökvi er gerilsneiddur með
upphitun, sem nær ekki 100°. Allir hjer í Reykjavik
kannast við Pasteurshitun á mjólk til þess að hún haldi
sjer betur, það er aðferð, sem er notuð í stórum stíl á öll-
um mjólkurbúum og í öllum stórbæjum. Pasteur hefir
einmitt ráðlagt þessa aðferð. Víðsvegar um lönd var
aðferðin tekin upp við tilbúning öls og vins og hefir
gefist ágætlega. Hefir hún árlega sparað framleiðend-
um margar miljónir. Margir kannast við Gamla CarlB-
berg, ölið danska. Eigendur verksmiðjunnar græddu of-
fjár á því, að verða fljótir til þess að nota aðferð Pasteurs.
I sambandi við þessar rannsóknir, rannsakaði Past-
eur líka mjólkursýru-, smjörsýru- og edikssýru gerð. Hann
kendi löndum sínum, hvernig þeir œttu að forðast skemd-
ir á ediki og var þeim stór hagur að því. Pasteur sýndi
að smáverur, hver annari ólíkar, orsaka allar þessar gerð-
lr> að hver gerð orsakaðist af einni ákveðinni tegund.
9*