Skírnir - 01.01.1923, Side 142
132
Louis Pasteur 1822—1922.
[Skírnir
Alls starfaði liann nærfelt 20 ár að þessum rannsóknum
sínum. Lengi vel mætti hann megnustu mótspyrnu. Kenn-
ingin um allar þessar smáverur, sem höfðu svona mikla
verkun, var algerlega ný, menn gátu ekki áttað sig á henni,
hún fór i bága við alt það, sem þeim hafði verið kent.
En svo fór að Pasteur sigraði. Vín- og ölgerðarmenn við-
urkendu brátt, að aðferð hans væri ágæt og sparaði þeim
of fjár árlega og kenningar hans standa óbreyttar enn.
Á þessum árum, meðan Pasteur er að leysa öll þessi
miklu störf af hendi, og gera uppgötvanir sínar nothæfar,
gerir hann líka. margar aðrar stórmerkilegar rannsóknir
og uppgötvanir. Jeg skal nefna tvö dæmi. Eins og all-
ir vita getum vjer ekki lifað án lofts, eða rjettara sagt
vjer getum ekki lifað án súrefnis loftsins. Súrefnið í and-
rúmsloftinu þarf ekki að minka svo ýkja mikið til þess
að oss fari að líða illa. Pasteur sýndi nú að til eru ver-
ur, sem geta lifað án súrefnis, meira að segja súrefnið
verkar eins og eitur á þær. Þær geta ekki dafnað í þvi,
en veslast upp. Þetta þótti fjarstæða á þeim tímum. En
uppgötvunin hefir verið til mikils gagns fyrir sjúkdóma-
fræðina. Ymsir algengir sýklar geta nefnilega ekki gró-
ið í súrefni, t. d. stjarfagerillinn og syfilissýkillinn. Hitt
dæmið er um svokallaða generatio spontanea, þ. e. a. s.
um sjálfkviknun lífs i mótsetningu þess, að líf kviknar
af lífi. Með sjálfkviknan lífs er átt við það, að lifandi
vera geti myndast af dauðum efnum, ef viss skilyrði eru
fyrir hendi, með öðrum orðum, það kemur fram lifandi
vera, sem enga foreldra á, hvorki föður nje móður. Þetta
atriði hafði lengi verið deiluefni liffræðinga. Sumir hjeldu
því fram, að þetta væri mögulegt, aðrir neituðu þvi.
Nú er það og alkunna, að þetta er gömul trú, og
kunn alstaðar í goðasögum fornþjóða. Má þar með-
al annars benda á Ymi jötun. Þessi skoðun hjelst
um allar miðaldirnar og var talin vísindalega sönnuð.
Og enn þann dag í dag er það trú alþýðu, að lýs geti
kviknað af sjálfu sjer í fötum og hári manna. Jeg má ef
til vill nefna dæmi frá 17. öld. Van Helmont, frægur