Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 143
Skirnir]
Louis Pasteur 1822—1922.
1*3
belgískur læknir d. 1644, gefur óbrigðult ráð til þess að
búa til mýs: Taka skal mjög óhreina skyrtu og láta
hana í ílát. Undir skyrtuna skal setja dálítið af korni eða
osti. Eftir nokkra daga er ilátið fult af nýsköpuðum mús-
um. Þetta er sagt í fullri alvöru. Annar vildi láta visn-
ar trjátegundir rotna í sjó, kviknuðu þá í þeim ormar, úr
ormunum yrðu fiðrildi og úr fiðrildunum fuglar. Við ná-
kvæmari athugun sáu vísindamenn, að þetta var ekki
rjett; nú vitum vjer t. d., að lýs kvikna ekki af sjálfu
sjer. Vjer tökum aðeins ekki eftir eggjum lúsanna, nit-
inni. Nitin leynist í saumunum. A dögum Pasteurs voru
þessar fjarstæður kveðnar niður að vísu, en þó var því
haldið fram, að smáverur gætu myndast af sjálfu sjer,
kviknað af dauðum hlutum. Það var smásjáin, sem gaf
tilefni til þess. Vísindamenn sáu nefnilega í smásjá, að í
dauðum hlutum, t. d nýju kjötseyði kom, ótrúlega fljótt fram
óteljandi grúi af smáverum, á nokkrum kl.st. eða einum
degi. Þessar smáverur hjeldu þeir að kviknuðu i vökv-
anum af sjálfu sjer. Pasteur sýndi fram á, að öllum til-
raunum, sem gerðar hefðu verið til þess að sanna þessa sjálf-
kviknun lífs, væri ábótavant, og hefðu þær ekkert sönnun-
argildi, þær hefðu ekki verið gerðar nógu grandgæfilega.
Ef tekinn er næringarvökvi og látinn í flösku og hitaður
nógu mikið, svo að vissa er fyrir því, að alt líf er dautt,
og ef nógu tryggilega, er búið um hálsinn á þessum flösk-
um, þá má geyma þær eins mörg ár og vera skal, án
þess að nokkurt líf komi í þær. Hann sýndi og, að þess-
ni' smáverur koma utan að, frá loftinu, ilátum, höndum
°g verkfærum. Smáverurnar eru alstaðar nálægar. Hann
8ýndi og fram á, að þessu er eins varið við rotnun. Ef
kjöt er geymt með nægu hreinlæti þannig, að gerlar frá
^°fti eða umhverfi komast ekki að þvi, þá rotnar það ekki.
Rotnunin stafar frá gerlum. Pasteur hefir aldrei sannað
eða reynt að sanna, að sjálfkviknun lífsins gæti ekki
komið fyrir, það liggur í hlutarins eðii, að það erómögu-
leSt. Það er reynsluatriði. Ef vjer köstum steini upp í
]°ftið, þá vitum vjer að hann kemur niður aftur, en hver