Skírnir - 01.01.1923, Side 144
134
Lonis Pastenr 1822—1922.
[Skirnir
segir oss, að hann geti ekki einhverntíma flogið út í geim-
inn. Eins er um sjálfkviknun lífs. En Pasteur sýndi fram á,
að þær sannanir, sem vísindamenn þóttust hafa, voru
einskis virði. Þessi spurning um sjálfskviknun lífs er auðvit-
að eitt af grundvallaratriðum líffræðinnar og virðist í fljótu
bragði vera aðeins vísindalegs eðlis, en hún er líka und-
irstöðuatriði fyrir öll gerlastörf og varnir gegn sýklum i
læknÍBfræðinni. Hvaða gagn er að drepa sýklana eða
verja þeim- aðgöngu, ef þeir geta kviknað af sjálfu sjer?
Mótbárur gegn þessari kenningu voru afskapleg-
ar, en Pasteur sigraði að lokum. Og nú er það trúar-
játning allra náttúrufræðinga, að allar frumur komi frá
öðrum frumum og það frumum sömu teguudar og þær eru
sjálfar. En Pasteur hefir auk þess, sem talið er hjer að
framan, gert margt annað á þessum árum. Meðal annars
kendi hann mönnum allar helstu aðferðir við gerlaræktun.
Alt þetta var eins og nokkurskonar aukageta í viðbót við
aðal8törf hans.
Meðan Pasteur var önnum kafinn við þessi störf, var
hann kvaddur til annara athafua, sem voru gjörólíkar
því, sem hann hafði fengist við áður. Um þessar mund-
ir geysaði veiki í silkiormum sunnantil á Frakklandi,
en þar er silkiiðnaður mikill og var sá atvinnuveg-
ur í voða staddur. Silkiormurinn spinnur silkiþráð-
inn eins og kunnugt er. En nú veiktust ormarnir og
vesluðust upp, en bændur fengu ekkert silki, og biðu
stórtjón. Sjúkdómsorsökin var óþekt. Það sýnir best
það álit, sem Pasteur hafði þá unnið sjer meðal vísinda-
manna, að efnafræðingurinn Dumas, gamall kennari Paste-
urs, fól honum að ráða bót á þessu meini silkiorms-
ins. Var þetta árið 1865. Pasteur færðist undan í fyrstu.
Bar það fyrir sig, að hann væri þessu máli ókunnugur,
hann hefði aldrei á æfi sinni hai't silkiorm milli hand-
anna. Pasteur ljet þó tilleiðast að lokum. Vann hanu í 5 ár
að þessum rannsóknum og rjeð hann fram úr öllum vand-
ræðum. Sjúkdómsorsökin er ofurlítið frumdýr, sem
berst með fæðunni. Frá móðurinni berst sýkillinn í eggið