Skírnir - 01.01.1923, Síða 145
Skírnir]
Louis Pasteur 1822—1922.
135
og kemur svo í Ijós í lirfunni og fiðrildunum. Hann
sýndi hvernig mátti verjast smitun með mjög einföldu
móti, og útrýma þannig sjúkdómunum. Á þennan hátt
bjargaði hann heilum atvinnuveg frá eyðileggingu, ekki
eingöngu á Frakklandi, heldur líka i nágrannalöndunum,
sem tóku upp aðferð hans.
1876 hefir Pasteur bundið enda á rannsóknir sínar á
gerð og gefur þá út mjög merkilegt rit um ölgerð, og er
það eitt af aðalritum hans; áður hafði hann skrifað um edik
(1868) og vín (1866). Auk þess hafði hann skrifað ótal minni
ritgjörða. Úr þessu fer hann því nær eingöngu að fást
við rannsókn næmra sjúkdóma og heldur þvi áfram það,
sem eftir er æfinnar. Byrjaði hann á alidýra sjúkdómum
og endaði á sjúkdómum manna, eða rjettara sagt hunda-
æðinu.
Það hefir löngum verið samband milli skoðana vís-
indamanna á allskonar gerð, eins og til dæmis öl- og
víngerð, og orsökum næmra sjúkdóma. Gerð og rotnun
virtust að mörgu haga sjer eins og næmir og bráðir sjúk-
dómar i mönnum og dýrum. Við rannsóknir sínar á
gerð fór Pasteur allsnemma að hugsa um þetta efni.
Hann sá nefnilega, eins og áður er getið, að ólikar geril-
tegundir í vökva orsökuðu mismunandi gerð, sömuleiðis
orsökuðu mismunandi gerlar mismunandi skemdir í öli,
víni og ediki. Hann sá, að þessar smáverur komu úr
loftinu og frá umhverfinu. Eins var þetta með rotnun-
ina. Það var því líklegt, að einhverjar smáverur, »gerl-
arc, orsökuðu næma sjúkdóma á mönnum og dýrum.
Hann styrktist og mjög í trú sinni við rannsóknirnar á
silkiormunum. Þar sá hann að örlítil vera var sjúkdóms-
orsök. Þessar sóttkveikjukenningar höfðu komið fram
áður, en lítinn byr fengið vegna þess, að allar tilraunir
voru mjög ófullkomnar. Pasteur fór nú eingöngu að gefa
sig við næmum sjúkdómum. Skal farið fljótt yfir sögur.
Hann finnur sóttkveikju að mjög skæðum sjúkdómi í
hænsnum, sem nefnist hænsnakólera. Hann fann og bólu-
efni til verndar gegn þessum sjúkdómi. Bóluefni þetta er