Skírnir - 01.01.1923, Síða 146
136
Louis Pasteur 1822—1922.
[Skírnir
merkilegt að því leyti, að það er fyrsta bóluefnið, sem bú-
ið hefir verið til af þektri og hreinræktaðri sóttkveikju
og því fyrirmynd alira seinni tíma bóluefna. Á þessum
árum sýndi hann og, hvernig má veikla svo sýkla, að
hægt er að spýta þeim inn í líkamann án þess að þeir
orsaki hættulegan sjúkdóm. Notaði hann þá við tilbún-
ing á bóluefnum sínum.
Hann bjó og til bóluefni gegn miltisbrandi, sem var
mjög skæður á Frakklandi og drap árlega fjölda nauta og
sauða, bóluefni gegn svonefndri heimakomu á svínum o. fl.
Árangur af bólusetningum þessum var góður og fjárhags-
lega var þetta afskaplega mikilsvirði fyrir bændur. Enski
vísindamaðurinn frægi, Huxley, segir einhversstaðar, að
uppgötvanir Pasteurs hafi margborgað skaðabæturnar,
sem Frakkar áttu að greiða Þjóðverjum eftir ófriðinn
1870—71, en það voru 5 miljarðar. Bólusetningarnar
mættu afar mikilli mótspyrnu af hálfu dýraiækna, og um
þessar mundir voru gerðar árásir á Pasteur úr öllum áttum.
Komu þá fyrir ýms atvik, sem eru beinlínis »spennandi«,
eins og fólk segir. En hjer fór eins og fyrri daginn,
Pasteur bar sigur úr býtum. Jeg má ef til vill skjóta því
hjer inn í, að bólusetningin við bráðafárinu á auðvitað
óbeinlínis rót sína að rekja til Pasteurs.
Á þessum tímum, litlu eftir 1870 og um 80, fer að
byrja algerlega ný öld í sjúkdómafræðinni og stendur hún
að nokkru leyti enn. Þá fara menn að uppgötva orsakir
næmra sjúkdóma, alstaðar er unnið af kappi um öll lönd,
alstaðar er veðhlaup milli vísindamanna um það að verða
fyrstir til þess að finna sýkla næmu sjúkdómanna. Á
þessum árum íinst meiri hluti þeirra sýkla, sem vjer
þekkjum, eins og t. d. berkla,-, tauga- og barnaveikisger-
illinn o. fl. o. fl. Og það er einmitt Pasteur, sem hefir
komið þessu öllu á stað með rannsóknum sínum. Hann
hafði bent á veginn og að nokkru leyti líka aðferðina
við gerlarannsóknir. Það var eingöngu um að gera að
halda þann veg, sera hann hafði bent á.
Allar þessar uppgötvanir gerðu raeiri breytingu og: