Skírnir - 01.01.1923, Page 147
Skirnir]
Louis Pasteur 1822—1922.
13T
byltingu, en með orðum verði lýst. Fyrir mönnum var
opnaður stór nýr heimur, alt úði og grúði af þessum ör-~
smáu gerlum, sem voru svo margvíslegir og höfðu svo ó-
líkar verkanir. Heimurinn var orðinn svo miklu ríkari,
fullur af lífi, hvar sem litið var, bæði í lofti, landi og sjó.
Með þessu breyttist lika eðlilega margt annað. Nú þektu
menn sóttkveykjurnar og lífsskilyrði þeirra, meðferð sjúk-
dómanna breyttist, möguleikinn til þess að gera bóluefni'
var fenginn, varnirnar gegn farsóttum breyttust eðlilega
líka eftir þessar nýjungar. Þannig má rekja til Pasteurs
því nær allar gerlarannsóknir nútímans og varnir gegn
næmum sjúkdómum, sömuleiðis bólusetning og blóðvatns-
lækningar.
En til Pasteurs og áhrifa hans má og rekja aðra ger-
breytiug, sem orðið liefir í læknisfræðinni, nefnilega meðferð
sára. Jeg skal fara nokkrum orðura um þetta efni, því
að það stendur í sambandi við áhrif Pasteurs.
Enski skurðlæknirinn Joseph Lister er talinn
með rjettu faðir núverandi skurðlækningaaðferða.
Ástandið fyrir hans daga var hörmulegt fyrir allar
þær manneskjur, sem þurftu skurðlæknis við. Á
spítölunum dóu menn hópum saman úr sárasjúkdóm-
um, alt holgróf, alt flaut í greftri, sjúklingarnir fengu
drep í sárin og heimakomu út frá þeim; eins og farsótt
gengu þessir sjúkdómar um alla spítala. Það gat í þá
daga verið alvarlegt að taka nögl af manni eða skera
i lítið kýli, það gat verið eins víst að sjúklingurinn fengi
blóðeitrun, sem drægi hann til bana. Um holskurði var
varla að ræða, það var vís dauði. Það var alvarlegra þá
að taka nögl af manni, en að gera holskurð nú. Ekki
var ástandið betra á fæðingarstofnununum, þar geysaði
barnsfarasótt og dóu konurnar úr henni hrönnum saman.
Oft varð að loka þessum stofnunum af því að allar kon-
urnar veiktust og meiri hluti þeirra dó. Óþrifnaður var
þá mikill við meðferð sára. Læknar þvoðu ekki hendur
sínar, óhreinar og beinlínis skítugar umbúðir lagðar á sár-
ih Læknar fóru beint frá líkskurðarstofu til sængur-