Skírnir - 01.01.1923, Page 148
'138
Louis Pasteur 1822—1922.
[Skírnir
kvenna og sjúklinga með sár, svo að ekki var á góðu von.
Einstöku læknar höfðu tekið eftir þvi, að sár höfðust bet-
ur við, ef hreinlega voru meðfarin. Semmelweis hafði á
fæðingarstofnuninni í Wien látið stúdenta og lækna þvo
sjer um hendur úr klórkalksblöndu; minkaði barnsfara-
sótt stórum við það, og ýmsir aðrir reyndu að verjast
sárasjúkdómum. En allar þær tilraunir, sem gerðar höfðu
verið, voru ófullkomnar og fálmkendar. Það er Lister,
sem fyrstur kemur föstu lagi á sárameðferðina. Hann
sannfærðist af ritum Pasteurs, að sárasjúkdómar og smit-
un sára kæmu af smáverum, sem væru í andrúmsloftinu
og á verkfærum og höndum læknanna sjálfra. Til varna
notaði hann karbólsýru. Siðan á dögum Listers hefir með-
ferð sára tekið miklum framförum með aukinni þekkingu
á graftrarsýklunum. En þessi fullkomnari meðferð var
skilyrði þess, að skurðlækningarnar gætu tekið þeim fram-
förum, sem þær hafa gert síðan Lister var uppi. Lister
segir sjálfur í brjefi til Pasteurs 1874, að hann hafi farið
að nota þessa nýju aðferð við skurðlækningar, eftir að
hafa lesið greinar Pasteurs um vín- og ölgerð. — 1873
var Pasteur gerður fjelagi í læknafjelaginu í Paris. Kem-
ur hann þá á spítala og sjer, hvernig farið er með sár.
■Gefur hann læknum ýms góð ráð, hvernig binda megi
um sárin, meðal annars ætti að dauðhreinsa bómullina,
8em lögð er á sárin. Hann segir og beint, að læknar beri
sóttnæmið á sjúklingana. I forngriskum sögnum er get-
ið um konu, sem hjet Kassandra. Guðirnir höfðu gefið
henni spádómsgáfu, en til þess að hefna sín á henni jafn-
framt lagt þau ósköp á hana, að enginn skyldi trúa henni.
Kassandra sá fyrir allar þær hörmungar, sem áttu að
dynja yfir fæðingarborg hennar, vini og vandamenn, hún
varaði landa sína við eftir mætti, en enginn vildi trúa
henni, eða láta að oiðum hennar. Það má nærri geta,
hvernig henni hefir verið innanbrjósts. Jeg gæti hugsað
mjer, að nokkuð líkt hafi verið um Pasteur, Lister og aðra,
sem í þá daga sáu, hvað gamla sárameðferðin var, og urðu
að berjast í mörg ár til þess að sannfæra læknana um það.