Skírnir - 01.01.1923, Síða 149
'Skirnirl
Louis Pasteur 1822—1922.
139
Síðasta þrekvirki Pasteurs er bólususetningin til varna
gegn hundaæðinu, það afrek, sem gjörði hann frægastan.
Jeg má ef til vill koma með nokkrar skýringar á sjúk-
dómnum fyrst.
Sjúkdómur þessi kemur fyrir bæði á mönnum og dýr-
um, og þá aðallega hundum og stundum úlfum. Á hund-
inum lýsir hann sjer með tvennu móti: Ýmist sem lam-
anir, hundarnir verða alveg máttlausir, eða þeir verða
óðir (af því kemur nafnið). Hlaupa þessir óðu hundar
um geltandi og bíta alt, sem fyrir verður, jafnt menn og
málleysingja. Er bitið hættulegt, því að með munnvatn-
inu berst sótkveikjan, sem þó er óþekt, í sárið. Af biti
svona óðs hunds smitast fólk. Eftir meðgöngutímann, sem
varir frá 3 vikum og upp í 3 mánuði, veikist sjúklingur-
inn Hann verður órólegur og eftir nokkra daga byrja
krampar aðallega í koki og öndunarvöðvum. I byrjun
koma kramparnir einkum, ef sjúklingurinn reynir að
kyngja, siðar ef hann bara sjer vatn (þar af nafnið hydro-
fobie, vatnshræðsla), við umhugsunina eina. Kramparnir
ágerast og eru ofsalega kvalafullir. Sjúkdómurinn er
undantekningarlaust banvænn og jafn kvalafullur fyrir
sjúklinginn eins og hann er ægilegur fyrir þá, sem á horfa,
því að meiri hrygðarmynd getur varla að Hta. Meðferðin,
aem læknar höfðu að bjóða þessum sjúkingum, var ekki
glæsileg. Til varnar því, að sóttnæmið kæmist inn í lik-
amann, var sárið skorið burt með holdinu umhverfis,
ef það var hægt, eða sárið var brent með glóandi járni
eða, brennandi efnum. En hvorugt gat komið að gagni,
nema sárið væri alveg nýtt, annars var sóttnæmið kom-
ið út í líkamann. Við sjálfan sjúkdóminn var ekkert að
gjöra, nema að reyna að lina kvalirnar. En hjer við bættist,
að fólk var lirætt við þessa sjúklinga og flýði þá í dauð-
nns ofboði og ljet þá liggja hjálparlausa, eða stund-
um voru sjúklingarnir beinlínis drepnir, skotnir eða kæfðir
í rúmfötunum. Um aldamótin 1800 virðist þetta enn þá
>hafa komið fyrir á Frakklandi og 1816 er þess getið, að
unaður með hundaæði hafi verið kæfður í rúmfötunum.